Laufey er í myndaþætti tímaritsins á netinu auk þess sem hún var með í netþáttaröð Vogue sem ber heitið Open Mic. Rihanna prýðir forsíðu veftímaritsins fyrir útgáfu þess í Apríl og ljóst að Laufey er í góðum félagsskap.
Þetta er ekki fyrsta skiptið sem heimsþekkt tímarit fjalla um Laufey. Fyrr á árinu fjallaði tímaritið Billboard meðal annars um söngkonuna.Laufey flytur meðal annars útgáfu af lagi sínu Goddess í þáttaröðinni. Það er einmitt titillag á væntanlegri plötu hennar Bewitched: The Goddess Edition sem kemur út þann 26. apríl.