Innlent

Á leið með skipið til Húsa­víkur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Treville varð vélarvana fjórar sjómílur út af Rifstanga.
Treville varð vélarvana fjórar sjómílur út af Rifstanga. Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 

Í nótt var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna skipsins, sem og sjóbjörgunarsveitir. Fyrst um sinn rak flutningaskipið í átt að landi en áhöfn þess tókst að stöðva rekið með því að láta akkeri skipsins falla. 

Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að varðskipið Freyja hafi verið komið á staðinn rétt fyrir klukkan tvö í dag og vel gekk að koma taug á milli skipanna. Nú er unnið að því að draga það til Húsavíkur og áætluð koma þangað er klukkan tíu í kvöld. 

Áhafnarmeðlimir Landhelgisgæslunnar að bíða eftir því að komast að skipinu.Landhelgisgæslan

Verið er að draga skipið til Húsavíkur.Landhelgisgæslan

Áætlað er að skipin verði komin til Húsavíkur klukkan tíu í kvöld.Landhelgisgæslan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×