Innlent

Fjár­laga­nefnd bíður enn svara um sam­skipti ráðu­neytisins og Bankasýslunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við nefndarmann í fjárlaganefnd sem segir að nefndinni hafi enn engin svör borist um samskipti fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.

Hann segist svartsýnn á að svör berist úr þessu. 

Þá förum við yfir nýjustu könnunina fyrir komandi forsetakosningar og berum niðurstöðurnar fyrir eldri kannanir.

Einnig heyrum við af ótrúlegu máli manns hefur í rúman hálfan annan áratug verið skráður faðir tveggja barna sem hann á ekkert í. Að auki hefur raunverulegi faðirinn nú tekið upp nafnið hans.

Í sportpakka dagsins verður kíkt á úrslitakeppnina í körfuboltanum og farið yfir úrslitin í Bestu deild karla í gær þar sem Valsmenn fengu mikla mótspyrnu í Árbænum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×