Innlent

Bjarni for­sætis­ráð­herra og Sigurður Ingi fjár­mála­ráð­herra?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt Mogga hefur verið til umræðu að Bjarni verði forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra.
Samkvæmt Mogga hefur verið til umræðu að Bjarni verði forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra.

Þetta fullyrðir Morgunblaðið en setur þó ákveðna fyrirvara við að þetta geti enn breyst.

Samkvæmt blaðinu yrði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hverfa aftur í utanríkisráðuneytið. Það fylgir ekki sögunni hver tæki við matvælaráðuneytinu en þess getið að það yrði áfram á forræði Vinstri grænna.

Morgunblaðið segir nýja stjórn munu taka við í síðasta lagi á morgun.

Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra en á yfir höfði sér vantrauststillögu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur talað um að „elta“ Svandísi milli ráðuneyta ef hún verður færð til. Má því leiða líkur að því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi samþykkt að verja Svandísi vantrausti, ef hún skiptir um ráðherrastól.


Tengdar fréttir

Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig

Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×