Innlent

Vegir víða lokaðir og veg­far­endur beðnir um að virða það

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mokstur er víðast hvar hafinn en varað er við því að það gæti tekið tíma.
Mokstur er víðast hvar hafinn en varað er við því að það gæti tekið tíma. Vísir/Vilhelm

Vegir eru víða enn lokaðir og segir Vegagerðin að þótt mokstur sé hafinn víðast hvar gæti tekið nokkurn tíma að opna fyrir umferð.

Vegagerðin ítrekar einnig að vegfarendur virði lokanir því annað gæti leitt til þess að tafir verði á opnun. Af helstu vegum má nefna að lokað er á Holtavörðuheiðinni. Þar er mokstur hafinn en gæti tekið nokkurn tíma.

Fróðarheiðin er einnig lokuð og sömu sögu er að segja af Þröskuldum, Dynjandisheiði, Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegi. Þá einnig lokað um Fjarðarheiði eins og oft undanfarið. Þar er mokstur einnig hafinn en varað við því að tíma gæti tekið að opna að nýju.


Tengdar fréttir

Vonskuveður um allt land og vegir víða ófærir

Vonskuveður með mikilli snjókomu gengur yfir Austfirði og Norðurland en víða hefur snjóað og verið mjög hvasst um vestanvert landið. Vegir eru lokaðir um allt land og sums staðar væntir ekki fregna fyrr en á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×