Ánægð með ákvörðun sína og hlakkar til framhaldsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:59 Katrín segist hlakka til komandi kosningabaráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10