Það verður að teljast ansi viðeigandi að Halla Hrund tilkynni ákvörðun sína á Kirkjubæjarklaustri enda voru það gangnamenn á Austur-Síðuafrétti sem skoruðu opinberlega á Höllu að bjóða sig fram til forseta, í auglýsingu í Ríkisútvarpinu.
Halla Hrund staðfestir í samtali við Vísi að hún hafi tekið ákvörðun yfir páskana. Hún hafði áður tilkynnt að hún ætlaði austur á Síðu til þess að íhuga mögulegt forsetaframboð.