Innlent

Svona var fyrsta við­tal Katrínar sem for­seta­fram­bjóðandi

Árni Sæberg skrifar
Katrín svaraði Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamanni í Hörpu.
Katrín svaraði Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamanni í Hörpu. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14.

Katrín hefur tilkynnt að hún muni biðjast lausnar úr forsætisráðherrastól og bjóða sig fram til forseta Íslands. 

Í framhaldi af tilkynningu þess efnis á samfélagsmiðlum mun hún svara spurningum fjölmiðla í Hörpu klukkan 14. Útsendingu frá Hörpu má sjá í spilaranum hér að neðan. 

Uppfært: Útsendingu er lokið. Upptaka af svörum Katrínar verður aðgengileg innan skamms.


Tengdar fréttir

Katrín vildi engum spurningum svara

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag.

„Það er ákveðið óvissustig núna“

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×