Innlent

Katrín eigi næstu klukku­stundir í opin­berri um­ræðu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þórdís við komu á ríkisstjórnarfund í morgun.
Þórdís við komu á ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál.

„En ég veit að þú ert að spyrja um annað mál og við því segi ég bara að Katrín á næstu klukkustundir í opinberri umræðu,“ segir Þórdís Kolbrún og að það sé Katrínar að greina frá því hvort að ákvörðun liggi fyrir eða ekki um það hvort hún ætli fram til forseta Íslands. 

Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í þessu máli hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Katrín hafi enn ekki ákveðið sig

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð.

Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu

Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×