Innlent

Grunuð um að stinga aðra konu fimm sinnum í bíl

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Getty

Kona hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps með því að stinga aðra konu fimm sinnum með hnífi.

Konunni er gefið að sök að hafa í september árið 2022 inni í bíl, sem var lagt fyrir utan ótilgreint hús, og síðan fyrir utan bílinn veist að hinni konunni og stungið hana í líkamann í fimm skipti.

Fyrir vikið hlaut brotaþolinn, hin konan, skurð á öxl, læri, upphandleggi, handarbaki og á baugfingri. Hún krefst þess að konan greiði sér tæplega 2,8 milljónir í skaða og miskabætur.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí, en Héraðssaksóknari höfðar málið gegn konunni og krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×