Björgunarsveit kölluð út vegna snjóflóðs við Dalvík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 13:47 Snjóflóðið féll í Dýjadal. Vísir Snjóflóð féll í Dýjadal við Dalvík skömmu eftir hádegi. Björgunarsveit var kölluð út en ekkert bendir til þess að fólk hafi orðið undir flóði. Til stóð að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en útkall hennar var afturkallað. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Hann segir viðbragðsaðila fyrst hafa unnið út frá því að einhver hafi orðið undir flóðinu. Ljóst sé hinsvegar að svo sé ekki og ekkert bendi til þess að svo hafi verið. Viðbragsaðilar fengu tilkynningu frá aðila sem varð vitni að flóðinu. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu líkt og í flestum landshlutum undanfarnar vikur. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti í samtali við Vísi að þyrla gæslunnar hafi upprunalega verið kölluð út vegna málsins. Þar áttu að vera björgunarsveitarmenn innanborðs en útkallið hefur verið afturkallað. Hópur vélsleðamanna sett flóðið af stað Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra að klukkan 13:00 í dag hafi lögreglunni borist tilkynning um að snjóflóð hefði fallið á Böggvisstaðadal ofan Dalvíkur. Talið var í fyrstu að nokkrir vélsleðamenn hefðu mögulega lent í flóðinu og var því allt viðbragð í Eyjafirði virkjað og því stefnt á svæðið sem og þyrlu LHG. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri sem og Samhæfingastöðin í Reykjavík. Þegar fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir inn á Böggvisstaðadal náðist yfirsýn um stöðuna og kom þá í ljós að hópur vélsleðamanna hafði líklega sett stórt snjóflóð af stað í Dýjadal, sem er inn af Böggvisstaðadal, en enginn þeirra lent í flóðinu. Hópur fólks á skíðum, sem hafði verið í nágrenninu og tilkynnt um flóðið, var einnig óhult. Fréttin hefur verið uppfærð. Dalvíkurbyggð Snjóflóð á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Hann segir viðbragðsaðila fyrst hafa unnið út frá því að einhver hafi orðið undir flóðinu. Ljóst sé hinsvegar að svo sé ekki og ekkert bendi til þess að svo hafi verið. Viðbragsaðilar fengu tilkynningu frá aðila sem varð vitni að flóðinu. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu líkt og í flestum landshlutum undanfarnar vikur. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti í samtali við Vísi að þyrla gæslunnar hafi upprunalega verið kölluð út vegna málsins. Þar áttu að vera björgunarsveitarmenn innanborðs en útkallið hefur verið afturkallað. Hópur vélsleðamanna sett flóðið af stað Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra að klukkan 13:00 í dag hafi lögreglunni borist tilkynning um að snjóflóð hefði fallið á Böggvisstaðadal ofan Dalvíkur. Talið var í fyrstu að nokkrir vélsleðamenn hefðu mögulega lent í flóðinu og var því allt viðbragð í Eyjafirði virkjað og því stefnt á svæðið sem og þyrlu LHG. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri sem og Samhæfingastöðin í Reykjavík. Þegar fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir inn á Böggvisstaðadal náðist yfirsýn um stöðuna og kom þá í ljós að hópur vélsleðamanna hafði líklega sett stórt snjóflóð af stað í Dýjadal, sem er inn af Böggvisstaðadal, en enginn þeirra lent í flóðinu. Hópur fólks á skíðum, sem hafði verið í nágrenninu og tilkynnt um flóðið, var einnig óhult. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dalvíkurbyggð Snjóflóð á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði