Vill stjórnvöld í lið með sér frá fyrsta degi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2024 13:02 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu tekur formlega til starfa í dag en hjá stofnuninni starfa um fjörutíu manns. Forstjóri miðstöðvarinnar segir að nýrri stofnun sé ætlað það lykilhlutverk að vera bakland skólastarfs á Íslandi og að miðlægt í öllu starfinu sé þjónustumiðuð nálgun. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu kemur í stað Menntamálastofnunar sem var lögð niður en miðstöðin er liður í menntastefnu stjórnvalda til 2030. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar, segir nýja stofnun fyrst og fremst þjónustu- og þekkingarstofnun. „Henni er ætlað það lykilhlutverk að vera traust bakland skólastarfs á íslandi og það sem er nýtt í þessu er þessi þjónustumiðaða nálgun. Við þjónustum bæði með stuðningi og ráðgjöf við skólastarf meðal annars með námsgagnaútgáfu að námsefni sé aðlagað hverju og einu barni. Þá bjóðum við upp á matsferil þar sem hægt verður að meta bæði stöðu og framfarir hjá barni. Við sjáum fyrir okkur að ný stofnun muni vera sterkara bakland fyrir skólastarfið og með fleiri tæki og verkfæri til að aðstoða kennara.“ Þórdís bendir á að þegar stöðumat barnanna liggi fyrir þurfi tæki og tól til að bregðast við sem henti hverju barni. „Þá sé hægt að bjóða það námsefni sem sé við hæfi þannig að framfarirnar verði meiri og líka bara með þau börn sem eiga mjög auðvelt með að læra og vilja fá meira krefjandi efni. Þetta er klárlega okkar framtíðarsýn sem við stefnum að. Við viljum mæta kennurum sem hafa þessa ofboðslega miklu breidd inni í skólastofunni hjá sér. Vill að stjórnvöld standi með Miðstöðinni Eftir niðurstöður alþjóðlegu PISA könnunarinnar sögðu fjölmargir sérfræðingar innan menntakerfisins að ráðast þyrfti í endurnýjun á námsgagnaútgáfu. „Okkur langar til að sjá að stjórnvöld standi með þessari nýju stofnun og gefi verulega í þannig að námsgögnin séu þannig að það sé á einfaldari hátt hægt að aðlaga að ólíkum þörfum og það þarf líka að vera til miklu meira magn af fjölbreyttum námsgögnum. Eitt eru auðvitað þessar klassísku bækur sem eru nauðsynlegar en líka starfræn nálgun; gagnvirka námsefnið og allt það.“ Stöðumat nauðsynlegt „Við sáum líka varðandi PISA að auðvitað þyrstir skólana í að vita hver staðan er hjá hverjum og einum og þrátt fyrir að PISA sé ekki þess eðlis að hægt sé að brjóta niðurstöðurnar niður hér á Íslandi þá þurfum við að vera miklu betri í því að vita bæði hver staðan er og líka hvernig framfarirnar eru hjá barni varðandi lesskilning, stærðfræði og lesfimi sem við verðum að vera miklu betri í að gera.“ Þar komi skimunarpróf sterk inn. Þórdís segist full tilhlökkunar að takast á við nýja nálgun í skólamálum. „Það var auðvitað heilmikið samráð haft við helstu hagaðila um mótun á þessari stofnun þannig að við erum bara full tilhlökkunar að taka samtalið og við ætlum að halla okkur fram og vera til þjónustu reiðubúin fyrir skólasamfélagið.“ Hér að neðan er hægt að horfa á Pallborðsþátt í tveimur hlutum um menntamál á Íslandi eftir að niðurstöður alþjóðlegu PISA-könnunarinnar voru birtar í desember. Skóla - og menntamál PISA-könnun Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. 15. desember 2023 13:29 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu kemur í stað Menntamálastofnunar sem var lögð niður en miðstöðin er liður í menntastefnu stjórnvalda til 2030. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar, segir nýja stofnun fyrst og fremst þjónustu- og þekkingarstofnun. „Henni er ætlað það lykilhlutverk að vera traust bakland skólastarfs á íslandi og það sem er nýtt í þessu er þessi þjónustumiðaða nálgun. Við þjónustum bæði með stuðningi og ráðgjöf við skólastarf meðal annars með námsgagnaútgáfu að námsefni sé aðlagað hverju og einu barni. Þá bjóðum við upp á matsferil þar sem hægt verður að meta bæði stöðu og framfarir hjá barni. Við sjáum fyrir okkur að ný stofnun muni vera sterkara bakland fyrir skólastarfið og með fleiri tæki og verkfæri til að aðstoða kennara.“ Þórdís bendir á að þegar stöðumat barnanna liggi fyrir þurfi tæki og tól til að bregðast við sem henti hverju barni. „Þá sé hægt að bjóða það námsefni sem sé við hæfi þannig að framfarirnar verði meiri og líka bara með þau börn sem eiga mjög auðvelt með að læra og vilja fá meira krefjandi efni. Þetta er klárlega okkar framtíðarsýn sem við stefnum að. Við viljum mæta kennurum sem hafa þessa ofboðslega miklu breidd inni í skólastofunni hjá sér. Vill að stjórnvöld standi með Miðstöðinni Eftir niðurstöður alþjóðlegu PISA könnunarinnar sögðu fjölmargir sérfræðingar innan menntakerfisins að ráðast þyrfti í endurnýjun á námsgagnaútgáfu. „Okkur langar til að sjá að stjórnvöld standi með þessari nýju stofnun og gefi verulega í þannig að námsgögnin séu þannig að það sé á einfaldari hátt hægt að aðlaga að ólíkum þörfum og það þarf líka að vera til miklu meira magn af fjölbreyttum námsgögnum. Eitt eru auðvitað þessar klassísku bækur sem eru nauðsynlegar en líka starfræn nálgun; gagnvirka námsefnið og allt það.“ Stöðumat nauðsynlegt „Við sáum líka varðandi PISA að auðvitað þyrstir skólana í að vita hver staðan er hjá hverjum og einum og þrátt fyrir að PISA sé ekki þess eðlis að hægt sé að brjóta niðurstöðurnar niður hér á Íslandi þá þurfum við að vera miklu betri í því að vita bæði hver staðan er og líka hvernig framfarirnar eru hjá barni varðandi lesskilning, stærðfræði og lesfimi sem við verðum að vera miklu betri í að gera.“ Þar komi skimunarpróf sterk inn. Þórdís segist full tilhlökkunar að takast á við nýja nálgun í skólamálum. „Það var auðvitað heilmikið samráð haft við helstu hagaðila um mótun á þessari stofnun þannig að við erum bara full tilhlökkunar að taka samtalið og við ætlum að halla okkur fram og vera til þjónustu reiðubúin fyrir skólasamfélagið.“ Hér að neðan er hægt að horfa á Pallborðsþátt í tveimur hlutum um menntamál á Íslandi eftir að niðurstöður alþjóðlegu PISA-könnunarinnar voru birtar í desember.
Skóla - og menntamál PISA-könnun Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. 15. desember 2023 13:29 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. 15. desember 2023 13:29
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42
„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05