Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2024 12:01 Fátt bendir til þess núna að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07