„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 13:42 Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. „Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni. Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni.
Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52