Innlent

Ökuníðingur tekinn á ofsa­hraða

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt.
Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Vísir/Vilhelm

Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis en voru þeir látnir lausir eftir hefðbundið ferli. 

Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur þar sem hann ók á 123km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80km/klst.

Fyrir utan það var ekkert fréttnæmt í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×