Jón Gnarr boðar fregnir á þriðjudag Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 14:51 Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Vísir/Ívar Fannar Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. „Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36
Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48