Innlent

Líkams­á­rás til rann­sóknar eftir nóttina

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verkefni lögreglunnar voru misjöfn í nótt.
Verkefni lögreglunnar voru misjöfn í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að múrsteini hefði verið kastað í glugga hótels í Reykjavík á fyrsta tímanum í nótt. Málið er í rannsókn. 

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að á þjónustusvæði lögreglustöðvar eitt, sem nær yfir miðbæ, Vesturbæ, Laugardal, Hlíðar og Seltjarnarnes hafi aðili verið gripinn við að stela dósum úr dósagámi. Sá hafi ekki gert grein fyrir sér og verið fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Hægt hafi verið að leysa málið þar og reyndist ekki nauðsynlegt að rannsaka málið frekar.

Í miðbæ Reykjavíkur var ölvaður aðili handtekinn en sá hafði verið til vandræða og neitað að yfirgefa svæðið. Ekki reyndist mögulegt að tala um fyrir manninum og hann því handtekinn að lokum.

Á þjónustusvæði lögreglustöðvar tvö, sem nær yfir Hafnarfirði og Garðabæ, var aðili handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, akstur án réttinda og fyrir ýmis vopnalagabrot. Sá var laus eftir hefðbundið ferli.

Á sama svæði var aðili handtekinn grunaður um líkamsárás. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglustöð 4, sem þjónustar efri byggðir Reykjavíkur og Mosfellsbæ, barst tilkynning vegna ungmenna sem hörfðu verið að gera dyraat og voru grunuð um skemmdarverk. Lögregla ræddi við foreldra þeirra og verður tilkynning send til barnaverndar vegna málsins samkvæmt verklagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×