„Fólk deyr bara á biðlistum“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 21:09 Jón K. Jacobsen er varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. Vísir/Sigurjón Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. „Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“ Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“
Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira