Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2024 20:41 Töskurnar sjö fundust á þremur mismunandi stöðum. Grafík/Sara Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06