Athugasemdir frá Samkeppiseftirlitinu hafi komið seint fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug. Breytingar á búvörulögum voru samþykktar síðastliðinn fimmtudag en þær fela í sér undanþágur kjötafurðarstöðva frá samkeppnislögum að skilyrðum uppfylltum. Breytingarnar hafa sætt þónokkurri gagnrýni úr ýmsum áttum. Þannig hefur forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagt mjög langt gengið í að skapa möguleika á einokun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur tekið í sama streng, og segir félög sem skili milljarða hagnaði fá lausan tauminn frá öllu samkeppnisaðhaldi. Þá hafa einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar sagt breytingarnar í senn munu hafa slæm áhrif á bændur og neytendur. Formaður atvinnuveganefndar vísar slíkri gagnrýni á bug. „Fyrst og fremst er tilgangurinn þveröfugt, að styrkja bændur og að við getum haldið áfram að framleiða vöru til neytenda á góðu verði,“ segir formaðurinn, Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins. Bregðast þurfi við breyttum veruleika í greininni. „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Munu skoða málið Forsætisráðherra sem nú er einnig starfandi matvælaráðherra segir að vissulega hafi orðið töluverðar breytingar á frumvarpinu frá því það var lagt fram. „Eftir aðra umræðu málsins þá berast miklar athugasemdir frá Samkeppniseftirlitinu og fleiri aðilum og þær athugasemdir koma auðvitað töluvert seint fram, vegna þess að málið tekur þessum miklu breytingum. Þannig að málið var í raun og veru samþykkt óbreytt og meiri hluti nefndarinnar færði bara ágæt rök fyrir þessum breytingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þær athugasemdir verði engu að síður teknar til skoðunar í matvælaráðuneytinu í næstu viku. Ef það kemur eitthvað upp úr þeirri skoðun, að þetta séu kannski réttmætar athugasemdir, hver eru þá næstu skref? „Þá verður það að sjálfsögðu skoðað með atvinnuveganefndinni og meiri hluti hennar hefur líka boðað að þau ætli að fara yfir málið eftir páska. Við munum fara yfir þetta og við munum líka fara yfir þær vangaveltur sem hafa verið uppi, hvort þetta stangist mögulega á við eitthvert evrópskt regluverk. Þannig að við munum bara gera þetta og vanda til verka.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Breytingar á búvörulögum voru samþykktar síðastliðinn fimmtudag en þær fela í sér undanþágur kjötafurðarstöðva frá samkeppnislögum að skilyrðum uppfylltum. Breytingarnar hafa sætt þónokkurri gagnrýni úr ýmsum áttum. Þannig hefur forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagt mjög langt gengið í að skapa möguleika á einokun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur tekið í sama streng, og segir félög sem skili milljarða hagnaði fá lausan tauminn frá öllu samkeppnisaðhaldi. Þá hafa einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar sagt breytingarnar í senn munu hafa slæm áhrif á bændur og neytendur. Formaður atvinnuveganefndar vísar slíkri gagnrýni á bug. „Fyrst og fremst er tilgangurinn þveröfugt, að styrkja bændur og að við getum haldið áfram að framleiða vöru til neytenda á góðu verði,“ segir formaðurinn, Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins. Bregðast þurfi við breyttum veruleika í greininni. „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Munu skoða málið Forsætisráðherra sem nú er einnig starfandi matvælaráðherra segir að vissulega hafi orðið töluverðar breytingar á frumvarpinu frá því það var lagt fram. „Eftir aðra umræðu málsins þá berast miklar athugasemdir frá Samkeppniseftirlitinu og fleiri aðilum og þær athugasemdir koma auðvitað töluvert seint fram, vegna þess að málið tekur þessum miklu breytingum. Þannig að málið var í raun og veru samþykkt óbreytt og meiri hluti nefndarinnar færði bara ágæt rök fyrir þessum breytingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þær athugasemdir verði engu að síður teknar til skoðunar í matvælaráðuneytinu í næstu viku. Ef það kemur eitthvað upp úr þeirri skoðun, að þetta séu kannski réttmætar athugasemdir, hver eru þá næstu skref? „Þá verður það að sjálfsögðu skoðað með atvinnuveganefndinni og meiri hluti hennar hefur líka boðað að þau ætli að fara yfir málið eftir páska. Við munum fara yfir þetta og við munum líka fara yfir þær vangaveltur sem hafa verið uppi, hvort þetta stangist mögulega á við eitthvert evrópskt regluverk. Þannig að við munum bara gera þetta og vanda til verka.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17