„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 12:17 Báðum þeim Sigmari og Höllu Signý var mikið niðri fyrir á þinginu núna áðan en af sitthvorri ástæðunni. Halla Signý sagði til að mynda forstjóra Samkeppniseftirlitsins mæta nýjum búvörusamingi með myrkri og heimsósóma en Sigmar óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju. vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“ Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“
Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20