Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 15:37 47 manns vilja komast á Bessastaði ef eitthvað er að marka undirskriftarsöfnun á vef Þjóðskrár. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11