„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 09:57 Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun peningastefnunefndar valda sér miklum vonbrigðum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira