Rokksafni Íslands verður ekki lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2024 20:30 Halldóra Fríða segir að ekki standi til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Stapanum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar síðasta laugardag þar sem hún fór yfir þau mál, sem eru efst á baugi í Reykjanesbæ. Fram kom í máli hennar að nú eru íbúar bæjarfélagsins um 22 þúsund og þeir þeim sífellt fjölgandi. Halldóra Fríða segir ekkert hæft í þeim orðrómi, sem hefur verið á kreiki að það eigi að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll, það sé fjarri öllum sannleika. „Nei, það er ekki rétt, það stendur ekki til að loka rokksafninu. Það er auðvitað óöryggi í samfélaginu þegar fréttir berast með þeim hætti en það stendur til að gera breytingar. Hins vegar eiga að fara inn í húsið þrjár stofnanir í sambúð og það mun sennilega kalla á stækkun á húsnæðinu og annað,” segir Halldóra Fríða. Þannig að þið ætlið ekki að skella í lás? „Alls ekki, það stendur alls ekki til”, segir hún. Er þetta þá bara einhver misskilningur? „Ég veit það bara ekki, stundum skil ég ekki bara fréttaflutning af svona toga en það er allavega einhver sem kýs að segja söguna með þessum hætti,” segir Halldóra Fríða. En hvaða starfsemi er að fara inn í Hljómahöllina? „Nú er Rokksafnið og tónlistarskólinn í Hljómahöll og bókasafnið mun bætast þar við og þetta verður þá bara samfélagsmiðstöð, sem ég hlakka bara til að sjá vaxa og dafna og eins og ég segi, það kallar sennilega á einhverja stækkun og breytingar og við bara fögnum því,” segir Halldóra Fríða, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Safninu verður ekki lokað í Hljómahöll samkvæmt upplýsingum frá formanni bæjarrás Reykjanesbæjar.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar síðasta laugardag þar sem hún fór yfir þau mál, sem eru efst á baugi í Reykjanesbæ. Fram kom í máli hennar að nú eru íbúar bæjarfélagsins um 22 þúsund og þeir þeim sífellt fjölgandi. Halldóra Fríða segir ekkert hæft í þeim orðrómi, sem hefur verið á kreiki að það eigi að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll, það sé fjarri öllum sannleika. „Nei, það er ekki rétt, það stendur ekki til að loka rokksafninu. Það er auðvitað óöryggi í samfélaginu þegar fréttir berast með þeim hætti en það stendur til að gera breytingar. Hins vegar eiga að fara inn í húsið þrjár stofnanir í sambúð og það mun sennilega kalla á stækkun á húsnæðinu og annað,” segir Halldóra Fríða. Þannig að þið ætlið ekki að skella í lás? „Alls ekki, það stendur alls ekki til”, segir hún. Er þetta þá bara einhver misskilningur? „Ég veit það bara ekki, stundum skil ég ekki bara fréttaflutning af svona toga en það er allavega einhver sem kýs að segja söguna með þessum hætti,” segir Halldóra Fríða. En hvaða starfsemi er að fara inn í Hljómahöllina? „Nú er Rokksafnið og tónlistarskólinn í Hljómahöll og bókasafnið mun bætast þar við og þetta verður þá bara samfélagsmiðstöð, sem ég hlakka bara til að sjá vaxa og dafna og eins og ég segi, það kallar sennilega á einhverja stækkun og breytingar og við bara fögnum því,” segir Halldóra Fríða, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Safninu verður ekki lokað í Hljómahöll samkvæmt upplýsingum frá formanni bæjarrás Reykjanesbæjar.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira