Kveðja eftir 117 ára góðgerðarstarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:33 Kvenfélagið hefur verið starfrækt í 117 ár á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Kvenfélagið Hlíf á Akureyri heyrir nú sögunni til. Á aðalfundi í liðinni viku var samþykkt að leggja félagið niður. Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi. Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Gagnrýni Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Lífið Bryan Adams til Íslands Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Menning Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Sjá meira
Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi.
Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Gagnrýni Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Lífið Bryan Adams til Íslands Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Menning Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Sjá meira