Halla boðar til blaðamannafundar Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2024 09:58 Blaðamannafundur Höllu Tómasdóttur fer fram í Grósku í Vatnsmýri klukkan 12 á morgun, sunnudag. Halla/HÍ Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð. Í tilkynningu frá Höllu kemur fram að fundurinn verði haldinn í Grósku og hefjist hann klukkan 12 á morgun. „Á dagskrá fundarins verður ávarp og stutt samtal um embætti forseta Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundi Höllu á morgun í beinni útsendingu á Vísi. Halla bauð sig einnig fram til forseta Íslands árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði, eða tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson hlaut þá flest atkvæði, eða rúmlega 39 prósent, og var kjörinn forseti lýðveldisins. Hann tilkynnti í nýársávarpi sínu á nýársdag að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og er því ljóst að sjöundi forseti Íslands verði kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Halla hefur starfað sem forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Samtökin voru stofnuð af Richard Branson, stofnanda Virgin Group, og Jochen Zeitz, fyrrverandi forstjóra Puma. Á ferli sínum hefur Halla meðal annars unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars, tekið virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leitt verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún var annar stofnenda Auðar Capital og einn stofnenda Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í tilkynningu frá Höllu kemur fram að fundurinn verði haldinn í Grósku og hefjist hann klukkan 12 á morgun. „Á dagskrá fundarins verður ávarp og stutt samtal um embætti forseta Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundi Höllu á morgun í beinni útsendingu á Vísi. Halla bauð sig einnig fram til forseta Íslands árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði, eða tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson hlaut þá flest atkvæði, eða rúmlega 39 prósent, og var kjörinn forseti lýðveldisins. Hann tilkynnti í nýársávarpi sínu á nýársdag að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og er því ljóst að sjöundi forseti Íslands verði kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Halla hefur starfað sem forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Samtökin voru stofnuð af Richard Branson, stofnanda Virgin Group, og Jochen Zeitz, fyrrverandi forstjóra Puma. Á ferli sínum hefur Halla meðal annars unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars, tekið virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leitt verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún var annar stofnenda Auðar Capital og einn stofnenda Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00