Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 18:01 Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir Sjálfstæðismenn saka ríkisstjórn og stéttarfélög um að ráðskast með sveitarfélögin við gerð kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri. Heimir Már fer yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Hætt verður að krefja ábyrgðarmenn gamalla námslána um greiðslu ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Hún leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið í heild sinni og segir það sanngirnismál. Kristján Már Unnarsson kemur í myndver og fer yfir athyglisverða spá tveggja jarðvísindamanna um framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga. Veðurstofan segir í nýrri tilkynningu að vísbendingar séu um að meiri kviku þurfi undir Svartsengi en áður til að koma eldgosi af stað. Óvissa um næsta mögulega gos sé meiri en verið hefur. Við förum í heimsókn í Háskóla Íslands, þar sem vendingar hafa orðið í bílastæðamálum. Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Þá verður Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður okkar í beinni útsendingu frá Malaví, þar sem 35 ára afmæli þróunarsamvinnu við Ísland er fagnað um þessar mundir. Við sýnum einnig frá mögnuðu geimskoti fyrirtækisins Space X og fylgjumst með hinsta ferðalagi björgunarþyrlunnar TF-LÍF í dag. Stærstu félagsskipti í sögu íslenska boltans urðu í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Við förum yfir málið í sportpakkanum. Og í Íslandi í dag heimsækir Vala Matt hina sögufrægu verslun Guðsteins Eyjólfssonar, sem kveður nú miðborgina. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira
Hætt verður að krefja ábyrgðarmenn gamalla námslána um greiðslu ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Hún leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið í heild sinni og segir það sanngirnismál. Kristján Már Unnarsson kemur í myndver og fer yfir athyglisverða spá tveggja jarðvísindamanna um framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga. Veðurstofan segir í nýrri tilkynningu að vísbendingar séu um að meiri kviku þurfi undir Svartsengi en áður til að koma eldgosi af stað. Óvissa um næsta mögulega gos sé meiri en verið hefur. Við förum í heimsókn í Háskóla Íslands, þar sem vendingar hafa orðið í bílastæðamálum. Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Þá verður Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður okkar í beinni útsendingu frá Malaví, þar sem 35 ára afmæli þróunarsamvinnu við Ísland er fagnað um þessar mundir. Við sýnum einnig frá mögnuðu geimskoti fyrirtækisins Space X og fylgjumst með hinsta ferðalagi björgunarþyrlunnar TF-LÍF í dag. Stærstu félagsskipti í sögu íslenska boltans urðu í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Við förum yfir málið í sportpakkanum. Og í Íslandi í dag heimsækir Vala Matt hina sögufrægu verslun Guðsteins Eyjólfssonar, sem kveður nú miðborgina.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira