Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2024 14:44 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/samsett mynd „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Rifja má upp að meðan á eldgosinu í Holuhrauni stóð árið 2014 spáði Haraldur því í nóvember að Holuhraunsgosinu lyki í lok febrúar eða byrjun marsmánaðar 2015. Sú spá rættist nokkuð nákvæmlega, goslokum var lýst yfir 28. febrúar, en Haraldur byggði hana á reikniformúlu sem hann setti fram. Núna freistar Haraldur þess að endurtaka leikinn, að þessu sinni í samstarfi við annan vísindamann, Grím Björnsson. „Jarðskjálftar, kvikuhlaup og eldgos hafa leikið íbúa Grindavíkur grátt, allt frá 10. nóvember 2023 og til þessa dags. Hvenær lýkur þessum hamförum? Hvenær geta íbúarnir snúið heim og útgerðin komist aftur í gang í einni stærstu verstöð Íslands?“ spyrja þeir Haraldur og Grímur í grein sinni á vulkan.blog. Þar lýsa þeir umbrotunum við Grindavík frá því í nóvember, sem stafi af miklum flekahreyfingum. Þá hafi Norður-Ameríku jarðskorpuflekinn rykkst til vesturs, frá Evrasíu-flekanum fyrir austan. Það hafi greitt hraunkviku leið úr efri mörkum möttuls jarðar, frá um fimmtán kílómetra dýpi að um fimm kílómetra dýpi. Eldgos í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þann 8. febrúar 2024. Fjær sést í Grindavík.Björn Steinbekk „Þar safnast kvikan fyrir í láréttu kvikuinnskoti undir Svartsengi, í svonefndum laggangi. Úr þessu lárétta innskotslagi hafa minnst fimm kvikuhlaup til austurs átt sér stað um brot í jarðskorpunni, og endað með hreyfingum og gosum á um 20 kílómetra löngu sprungukerfi sem venjan er að kenna við Sundhnúk. Mælanet jarðeðlisfræðinnar fylgist náið með atburðum í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Einkum GPS mælar, ásamt jarðskjálftamælum, og ekki síst radar mælingum frá gervihnöttum sem skynja hreyfingar á yfirborði jarðar með millimetra nákvæmni. Tæknin er stórkostleg og gefur ný tækifæri til rannsókna og ályktana. Slíka tækni og mælingar má að okkar mati nota til að spá fyrir um þróun umbrotanna í Grindavík, einkum hvort goslok séu í nánd og óhætt að flytja í bæinn á ný,“ segja vísindamennirnir og lýsa svo tilraun sinni til gerðar goslokaspár. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Þeir rekja gögn Veðurstofunnar um kvikuinnrennsli í lagganginn undir Svartsengi. Þær upplýsingar geti jarðvísindamenn núna nýtt til að túlka ástandið og giska á framhaldið. „Ljóst er að meðalinnrennslið er fallandi með tíma og hefur nánast helmingast frá fyrsta kvikuhlaupinu. Við setjum fyrirvara við hraða kvikusöfnunar þann 11. mars, sökum þess að kvika slapp úr Svartsengishólfinu í byrjun mars. Því er uppsafnaða rúmmálið vanmetið og meðalhraðinn líka. Sem sagt, hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi er að hægja á sér. Margt getur komið til. Mikilvægast teljum við er að hin árhundraða uppsafnaða plötugliðnun um Sundhnúk hefur leyst út. Það gerir jarðskorpuna smám saman sterkari gagnvart myndum kvikuinnskota, og bindur loks enda á atburðinn.“ Myndin sýnir frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota við Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágústmánuð.vulkan.blog.is Þeir birta síðan spálíkan um lok umbrota í Grindavík og gera ráð fyrir línulegri hegðun. „Þessi einfalda aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur,“ segja þeir Haraldur og Grímur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Rifja má upp að meðan á eldgosinu í Holuhrauni stóð árið 2014 spáði Haraldur því í nóvember að Holuhraunsgosinu lyki í lok febrúar eða byrjun marsmánaðar 2015. Sú spá rættist nokkuð nákvæmlega, goslokum var lýst yfir 28. febrúar, en Haraldur byggði hana á reikniformúlu sem hann setti fram. Núna freistar Haraldur þess að endurtaka leikinn, að þessu sinni í samstarfi við annan vísindamann, Grím Björnsson. „Jarðskjálftar, kvikuhlaup og eldgos hafa leikið íbúa Grindavíkur grátt, allt frá 10. nóvember 2023 og til þessa dags. Hvenær lýkur þessum hamförum? Hvenær geta íbúarnir snúið heim og útgerðin komist aftur í gang í einni stærstu verstöð Íslands?“ spyrja þeir Haraldur og Grímur í grein sinni á vulkan.blog. Þar lýsa þeir umbrotunum við Grindavík frá því í nóvember, sem stafi af miklum flekahreyfingum. Þá hafi Norður-Ameríku jarðskorpuflekinn rykkst til vesturs, frá Evrasíu-flekanum fyrir austan. Það hafi greitt hraunkviku leið úr efri mörkum möttuls jarðar, frá um fimmtán kílómetra dýpi að um fimm kílómetra dýpi. Eldgos í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þann 8. febrúar 2024. Fjær sést í Grindavík.Björn Steinbekk „Þar safnast kvikan fyrir í láréttu kvikuinnskoti undir Svartsengi, í svonefndum laggangi. Úr þessu lárétta innskotslagi hafa minnst fimm kvikuhlaup til austurs átt sér stað um brot í jarðskorpunni, og endað með hreyfingum og gosum á um 20 kílómetra löngu sprungukerfi sem venjan er að kenna við Sundhnúk. Mælanet jarðeðlisfræðinnar fylgist náið með atburðum í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Einkum GPS mælar, ásamt jarðskjálftamælum, og ekki síst radar mælingum frá gervihnöttum sem skynja hreyfingar á yfirborði jarðar með millimetra nákvæmni. Tæknin er stórkostleg og gefur ný tækifæri til rannsókna og ályktana. Slíka tækni og mælingar má að okkar mati nota til að spá fyrir um þróun umbrotanna í Grindavík, einkum hvort goslok séu í nánd og óhætt að flytja í bæinn á ný,“ segja vísindamennirnir og lýsa svo tilraun sinni til gerðar goslokaspár. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Þeir rekja gögn Veðurstofunnar um kvikuinnrennsli í lagganginn undir Svartsengi. Þær upplýsingar geti jarðvísindamenn núna nýtt til að túlka ástandið og giska á framhaldið. „Ljóst er að meðalinnrennslið er fallandi með tíma og hefur nánast helmingast frá fyrsta kvikuhlaupinu. Við setjum fyrirvara við hraða kvikusöfnunar þann 11. mars, sökum þess að kvika slapp úr Svartsengishólfinu í byrjun mars. Því er uppsafnaða rúmmálið vanmetið og meðalhraðinn líka. Sem sagt, hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi er að hægja á sér. Margt getur komið til. Mikilvægast teljum við er að hin árhundraða uppsafnaða plötugliðnun um Sundhnúk hefur leyst út. Það gerir jarðskorpuna smám saman sterkari gagnvart myndum kvikuinnskota, og bindur loks enda á atburðinn.“ Myndin sýnir frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota við Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágústmánuð.vulkan.blog.is Þeir birta síðan spálíkan um lok umbrota í Grindavík og gera ráð fyrir línulegri hegðun. „Þessi einfalda aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur,“ segja þeir Haraldur og Grímur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46