Vorið vaknar: Randver í Mínígarðinum og Dagur B. á Röntgen Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. mars 2024 13:01 Randver og Dagur voru meðal þeirra sem nutu lífsins síðustu helgi. Eftir enn annan langan íslenskan vetur er loksins vor í lofti. Það sést á mannlífinu því hlutirnir eru aftur farnir að gerast og skemmtilegt fólk skemmtir sér úti um allt land langt fram á nætur. Þannig létu sjálf forsetahjónin þau Guðni og Eliza sig meðal annars ekki vanta í Hörpunni um helgina. Sjálfur Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson var til fyrirmyndar í Mínígarðinum um helgina. Þar fór hann vafalaust holu í höggi á nokkrum stöðum þó lítið virðist vera að frétta af mögulegri endurkomu Spaugstofunnar. Lífið var líka í Borgarleikhúsinu þar sem ýmsir nutu lífsins. Þannig virtust hjónin Jón Gnarr og Jóhanna Jóhannsdóttir sem betur er þekkt sem Jóga, skemmta sér konunglega á leiksýningunni Fúsi: Aldur og fyrri störf. Þar voru líka ein glæsilegustu hjón landsins, leikararnir Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Menningar var ekki bara notið í leikhúsunum því það var allt krökkt af gestum í Bíó Paradís á laugardagskvöldinu. Verið var að sýna magnaða leikna mynd byggð á ævisögu Mohamedou Old Slahi sem fangelsaður var og pyntaður í fimmtán ár í Guantanamo fangelsinu fyrir rangar sakargiftir. Hann mætti sjálfur til að spjalla við gesti og gangandi. Það þýddi að sjálfsögðu að þangað mættu alvöru kanónur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og Sósíalistaforingi og leikstjórinn Arthur Björg Bollason. Síðasta helgi snerist þó meira og minna um tónleika einnar farsælustu tónlistarkonu Íslands Laufeyjar. Þangað mættu enda rúm tíu þúsund manns þrjá daga í röð, þó miklu fleiri hefðu verið til í að mæta eins og Vísir greindi frá á sínum tíma. Í Eldborg voru mættir stjórnmálamenn eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta-og menningarmálaráðherra, enda tónleikaferðin líklega í starfslýsingunni. Þar voru líka fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson og þá lét Haraldur Þorleifsson sig ekki vanta. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid mættu að sjálfsögðu í Hörpuna. Mögulegi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir fékk sér vín og máltíð í góðra vinkvenna hópi á Hafnartorg Gallerí. Þar var einnig staddur Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi með meiru. Alma Möller, landlæknir og mögulegur forsetaframbjóðandi naut lífsins á meðan hinumegin í miðbænum á veitingahúsinu Brút. Vorveðrið hafði góð áhrif á djammið. Viðar Örn Kjartansson fótboltamaðurinn knái var allt í öllu á skemmtistaðnum Hax á laugardagskvöldinu. Atkvæðamestur á djamminu var þó líklega Dagur B. Eggertsson en hann var feykilega öflugur á dansgólfinu á skemmtistaðnum Röntgen. Ekki voru þó allir að djamma um helgina. Eða í hið minnsta ekki um miðjan dag. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Björn Hlynur mætti til að mynda í leðurjakka í síðdegisverkin í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Þar hefur hann líklega verið að útrétta fyrir einn skemmtilegasta sportbar landsins, Ölver. Guðmundur Emil, einkaþjálfari þjóðarinnar, var svo í þungum þönkum á rafhlaupahjóli í sólinni við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn. Hann var að sjálfsögðu ber að ofan, enda geðveikt veður. Frægir á ferð Tengdar fréttir Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02 Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Sjálfur Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson var til fyrirmyndar í Mínígarðinum um helgina. Þar fór hann vafalaust holu í höggi á nokkrum stöðum þó lítið virðist vera að frétta af mögulegri endurkomu Spaugstofunnar. Lífið var líka í Borgarleikhúsinu þar sem ýmsir nutu lífsins. Þannig virtust hjónin Jón Gnarr og Jóhanna Jóhannsdóttir sem betur er þekkt sem Jóga, skemmta sér konunglega á leiksýningunni Fúsi: Aldur og fyrri störf. Þar voru líka ein glæsilegustu hjón landsins, leikararnir Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Menningar var ekki bara notið í leikhúsunum því það var allt krökkt af gestum í Bíó Paradís á laugardagskvöldinu. Verið var að sýna magnaða leikna mynd byggð á ævisögu Mohamedou Old Slahi sem fangelsaður var og pyntaður í fimmtán ár í Guantanamo fangelsinu fyrir rangar sakargiftir. Hann mætti sjálfur til að spjalla við gesti og gangandi. Það þýddi að sjálfsögðu að þangað mættu alvöru kanónur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og Sósíalistaforingi og leikstjórinn Arthur Björg Bollason. Síðasta helgi snerist þó meira og minna um tónleika einnar farsælustu tónlistarkonu Íslands Laufeyjar. Þangað mættu enda rúm tíu þúsund manns þrjá daga í röð, þó miklu fleiri hefðu verið til í að mæta eins og Vísir greindi frá á sínum tíma. Í Eldborg voru mættir stjórnmálamenn eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta-og menningarmálaráðherra, enda tónleikaferðin líklega í starfslýsingunni. Þar voru líka fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson og þá lét Haraldur Þorleifsson sig ekki vanta. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid mættu að sjálfsögðu í Hörpuna. Mögulegi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir fékk sér vín og máltíð í góðra vinkvenna hópi á Hafnartorg Gallerí. Þar var einnig staddur Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi með meiru. Alma Möller, landlæknir og mögulegur forsetaframbjóðandi naut lífsins á meðan hinumegin í miðbænum á veitingahúsinu Brút. Vorveðrið hafði góð áhrif á djammið. Viðar Örn Kjartansson fótboltamaðurinn knái var allt í öllu á skemmtistaðnum Hax á laugardagskvöldinu. Atkvæðamestur á djamminu var þó líklega Dagur B. Eggertsson en hann var feykilega öflugur á dansgólfinu á skemmtistaðnum Röntgen. Ekki voru þó allir að djamma um helgina. Eða í hið minnsta ekki um miðjan dag. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Björn Hlynur mætti til að mynda í leðurjakka í síðdegisverkin í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Þar hefur hann líklega verið að útrétta fyrir einn skemmtilegasta sportbar landsins, Ölver. Guðmundur Emil, einkaþjálfari þjóðarinnar, var svo í þungum þönkum á rafhlaupahjóli í sólinni við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn. Hann var að sjálfsögðu ber að ofan, enda geðveikt veður.
Frægir á ferð Tengdar fréttir Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02 Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02
Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02