Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 16:39 Sindri Snær Birgisson var sýknaður af ákæru um hryðjverk í dag en sakfelldur fyrir vopnalagabrot. Vísir/Hulda Margrét Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52