Fasteignasamningar í uppnámi vegna stíflu í brunabótamati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2024 07:01 Nokkuð frost hefur verið á fasteignamarkaði undanfarna mánuði enda vextir verið háir og erfiðara að fá hagstæð lán. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fasteignaviðskipti séu í uppnámi vegna mikils fjölda beiðna um brunabótamat hjá Hús- og mannvirkjastofnun. Endurmatsbeiðnir í febrúar voru á pari við fjölda slíkra beiðna yfir átján mánuði. Alls bárust um eitt þúsund beiðnir um endurmat á brunabótamati til HMS í febrúar og fram í byrjun mars. Þær hafa margfaldast vegna ástandsins í Grindavík. Endurmatsbeiðnirnar í febrúar voru álíka margar og fjöldi beiðna sem gera má ráð fyrir að stofnunninni berist að jafnaði á einu og hálfu ári. HMS áætlar að afgreiðslutími endurmatsbeiðna, sem tekur að jafnaði innan við viku, gæti nú tekið allt að sex vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu HMS. Vesen í fasteignaviðskiptum Þessi margfaldi afgreiðslutími kemur ýmsum illa. Þeirra á meðal þeim sem standa í fasteignakaupum. Fréttastofa veit dæmi þess að söluferli á fasteign er í uppnámi vegna þess að kaupandi fasteignar gerði fyrirvara við kaupin að brunabótamat fasteignarinnar yrði endurmetið. Brunamótamatið var innan við helmingur af söluverði íbúðarinnar. Seljandi taldi ekki mikið mál að óska eftir endurmati og þá væntanlega einhverri hækkun á brunabótamati. Honum brá í brún þegar í ljós kom að sex vikna biðtími væri eftir matinu. Fasteignaviðskipti húseigenda fela yfirleitt í sér ákveðin dóminóáhrif. Til að geta keypt þarftu að selja. Sex vikna biðtími eftir endurmati á brunabótum fasteignar getur því auðveldlega haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti. Úrvinnsla tekur stundum einn virkan dag en gæti nú tekið þrjátíu Stór hluti þess mikla fjölda beiðna sem HMS barst í febrúar kemur frá Grindavík en í kjölfar umfjöllunar um mikilvægi brunabótamats síðustu vikna hafa fleiri eigendur húseigna alls staðar af landinu einnig sent inn endurmatsbeiðnir eftir að hafa farið í stærri framkvæmdir á eignum sínum. Með endurmati geta íbúðaeigendur tryggt að brunabótamatið á eignum sínum sé sem réttast og endurspegli sem best vátryggingarverðmæti þeirra. Í kjölfar þessa mikla fjölda umsókna sem HMS hefur borist býst stofnunin við að úrvinnsla þeirra, sem tekur að jafnaði 1-5 virka daga, gæti lengst töluvert. Þegar þetta er skrifað er áætlaður afgreiðslutími endurmatsbeiðna kominn í allt að sex vikur. Gæta sanngirnis HMS segist gera allt sem í sínu valdi til þess að hraða vinnslu eftir fremsta mætti. „Beiðnirnar eru unnar í þeirri röð sem þær berast inn og ekki er hægt að óska eftir flýtimeðferð,“ segir á vef stofnunarinnar. Fólk þar á bæ sé þó meðvitað um að mörgum liggi á að niðurstaða liggi fyrir og því mikilvægt að gæta sanngirnis í vinnsluröð mála. Um brunamótamat HMS hefur áður tekið saman helstu upplýsingar um endurmat brunabótamats og framkvæmd þeirra í ljósi atburðanna í Grindavík. Húseigendur hafa ástæðu til að óska eftir endurmati á brunabótamati ef einhverju hefur verið bætt við eignina eða ef farið hefur verið í miklar endurbætur umfram hefðbundið viðhald og heilum byggingarhlutum skipt út. Brunabótamat byggir á skráningu húseigna, hönnunargögnum og upplýsingum frá eiganda. Mikilvægt er að gögn sem eigendur leggja fram endurspegli núverandi ástand eignarinnar enda á brunabótamat að endurspegla vátryggingarverðmæti eignarinnar á þeim tíma þegar virðing fer fram. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Alls bárust um eitt þúsund beiðnir um endurmat á brunabótamati til HMS í febrúar og fram í byrjun mars. Þær hafa margfaldast vegna ástandsins í Grindavík. Endurmatsbeiðnirnar í febrúar voru álíka margar og fjöldi beiðna sem gera má ráð fyrir að stofnunninni berist að jafnaði á einu og hálfu ári. HMS áætlar að afgreiðslutími endurmatsbeiðna, sem tekur að jafnaði innan við viku, gæti nú tekið allt að sex vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu HMS. Vesen í fasteignaviðskiptum Þessi margfaldi afgreiðslutími kemur ýmsum illa. Þeirra á meðal þeim sem standa í fasteignakaupum. Fréttastofa veit dæmi þess að söluferli á fasteign er í uppnámi vegna þess að kaupandi fasteignar gerði fyrirvara við kaupin að brunabótamat fasteignarinnar yrði endurmetið. Brunamótamatið var innan við helmingur af söluverði íbúðarinnar. Seljandi taldi ekki mikið mál að óska eftir endurmati og þá væntanlega einhverri hækkun á brunabótamati. Honum brá í brún þegar í ljós kom að sex vikna biðtími væri eftir matinu. Fasteignaviðskipti húseigenda fela yfirleitt í sér ákveðin dóminóáhrif. Til að geta keypt þarftu að selja. Sex vikna biðtími eftir endurmati á brunabótum fasteignar getur því auðveldlega haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti. Úrvinnsla tekur stundum einn virkan dag en gæti nú tekið þrjátíu Stór hluti þess mikla fjölda beiðna sem HMS barst í febrúar kemur frá Grindavík en í kjölfar umfjöllunar um mikilvægi brunabótamats síðustu vikna hafa fleiri eigendur húseigna alls staðar af landinu einnig sent inn endurmatsbeiðnir eftir að hafa farið í stærri framkvæmdir á eignum sínum. Með endurmati geta íbúðaeigendur tryggt að brunabótamatið á eignum sínum sé sem réttast og endurspegli sem best vátryggingarverðmæti þeirra. Í kjölfar þessa mikla fjölda umsókna sem HMS hefur borist býst stofnunin við að úrvinnsla þeirra, sem tekur að jafnaði 1-5 virka daga, gæti lengst töluvert. Þegar þetta er skrifað er áætlaður afgreiðslutími endurmatsbeiðna kominn í allt að sex vikur. Gæta sanngirnis HMS segist gera allt sem í sínu valdi til þess að hraða vinnslu eftir fremsta mætti. „Beiðnirnar eru unnar í þeirri röð sem þær berast inn og ekki er hægt að óska eftir flýtimeðferð,“ segir á vef stofnunarinnar. Fólk þar á bæ sé þó meðvitað um að mörgum liggi á að niðurstaða liggi fyrir og því mikilvægt að gæta sanngirnis í vinnsluröð mála. Um brunamótamat HMS hefur áður tekið saman helstu upplýsingar um endurmat brunabótamats og framkvæmd þeirra í ljósi atburðanna í Grindavík. Húseigendur hafa ástæðu til að óska eftir endurmati á brunabótamati ef einhverju hefur verið bætt við eignina eða ef farið hefur verið í miklar endurbætur umfram hefðbundið viðhald og heilum byggingarhlutum skipt út. Brunabótamat byggir á skráningu húseigna, hönnunargögnum og upplýsingum frá eiganda. Mikilvægt er að gögn sem eigendur leggja fram endurspegli núverandi ástand eignarinnar enda á brunabótamat að endurspegla vátryggingarverðmæti eignarinnar á þeim tíma þegar virðing fer fram.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira