Fasteignasamningar í uppnámi vegna stíflu í brunabótamati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2024 07:01 Nokkuð frost hefur verið á fasteignamarkaði undanfarna mánuði enda vextir verið háir og erfiðara að fá hagstæð lán. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fasteignaviðskipti séu í uppnámi vegna mikils fjölda beiðna um brunabótamat hjá Hús- og mannvirkjastofnun. Endurmatsbeiðnir í febrúar voru á pari við fjölda slíkra beiðna yfir átján mánuði. Alls bárust um eitt þúsund beiðnir um endurmat á brunabótamati til HMS í febrúar og fram í byrjun mars. Þær hafa margfaldast vegna ástandsins í Grindavík. Endurmatsbeiðnirnar í febrúar voru álíka margar og fjöldi beiðna sem gera má ráð fyrir að stofnunninni berist að jafnaði á einu og hálfu ári. HMS áætlar að afgreiðslutími endurmatsbeiðna, sem tekur að jafnaði innan við viku, gæti nú tekið allt að sex vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu HMS. Vesen í fasteignaviðskiptum Þessi margfaldi afgreiðslutími kemur ýmsum illa. Þeirra á meðal þeim sem standa í fasteignakaupum. Fréttastofa veit dæmi þess að söluferli á fasteign er í uppnámi vegna þess að kaupandi fasteignar gerði fyrirvara við kaupin að brunabótamat fasteignarinnar yrði endurmetið. Brunamótamatið var innan við helmingur af söluverði íbúðarinnar. Seljandi taldi ekki mikið mál að óska eftir endurmati og þá væntanlega einhverri hækkun á brunabótamati. Honum brá í brún þegar í ljós kom að sex vikna biðtími væri eftir matinu. Fasteignaviðskipti húseigenda fela yfirleitt í sér ákveðin dóminóáhrif. Til að geta keypt þarftu að selja. Sex vikna biðtími eftir endurmati á brunabótum fasteignar getur því auðveldlega haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti. Úrvinnsla tekur stundum einn virkan dag en gæti nú tekið þrjátíu Stór hluti þess mikla fjölda beiðna sem HMS barst í febrúar kemur frá Grindavík en í kjölfar umfjöllunar um mikilvægi brunabótamats síðustu vikna hafa fleiri eigendur húseigna alls staðar af landinu einnig sent inn endurmatsbeiðnir eftir að hafa farið í stærri framkvæmdir á eignum sínum. Með endurmati geta íbúðaeigendur tryggt að brunabótamatið á eignum sínum sé sem réttast og endurspegli sem best vátryggingarverðmæti þeirra. Í kjölfar þessa mikla fjölda umsókna sem HMS hefur borist býst stofnunin við að úrvinnsla þeirra, sem tekur að jafnaði 1-5 virka daga, gæti lengst töluvert. Þegar þetta er skrifað er áætlaður afgreiðslutími endurmatsbeiðna kominn í allt að sex vikur. Gæta sanngirnis HMS segist gera allt sem í sínu valdi til þess að hraða vinnslu eftir fremsta mætti. „Beiðnirnar eru unnar í þeirri röð sem þær berast inn og ekki er hægt að óska eftir flýtimeðferð,“ segir á vef stofnunarinnar. Fólk þar á bæ sé þó meðvitað um að mörgum liggi á að niðurstaða liggi fyrir og því mikilvægt að gæta sanngirnis í vinnsluröð mála. Um brunamótamat HMS hefur áður tekið saman helstu upplýsingar um endurmat brunabótamats og framkvæmd þeirra í ljósi atburðanna í Grindavík. Húseigendur hafa ástæðu til að óska eftir endurmati á brunabótamati ef einhverju hefur verið bætt við eignina eða ef farið hefur verið í miklar endurbætur umfram hefðbundið viðhald og heilum byggingarhlutum skipt út. Brunabótamat byggir á skráningu húseigna, hönnunargögnum og upplýsingum frá eiganda. Mikilvægt er að gögn sem eigendur leggja fram endurspegli núverandi ástand eignarinnar enda á brunabótamat að endurspegla vátryggingarverðmæti eignarinnar á þeim tíma þegar virðing fer fram. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Alls bárust um eitt þúsund beiðnir um endurmat á brunabótamati til HMS í febrúar og fram í byrjun mars. Þær hafa margfaldast vegna ástandsins í Grindavík. Endurmatsbeiðnirnar í febrúar voru álíka margar og fjöldi beiðna sem gera má ráð fyrir að stofnunninni berist að jafnaði á einu og hálfu ári. HMS áætlar að afgreiðslutími endurmatsbeiðna, sem tekur að jafnaði innan við viku, gæti nú tekið allt að sex vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu HMS. Vesen í fasteignaviðskiptum Þessi margfaldi afgreiðslutími kemur ýmsum illa. Þeirra á meðal þeim sem standa í fasteignakaupum. Fréttastofa veit dæmi þess að söluferli á fasteign er í uppnámi vegna þess að kaupandi fasteignar gerði fyrirvara við kaupin að brunabótamat fasteignarinnar yrði endurmetið. Brunamótamatið var innan við helmingur af söluverði íbúðarinnar. Seljandi taldi ekki mikið mál að óska eftir endurmati og þá væntanlega einhverri hækkun á brunabótamati. Honum brá í brún þegar í ljós kom að sex vikna biðtími væri eftir matinu. Fasteignaviðskipti húseigenda fela yfirleitt í sér ákveðin dóminóáhrif. Til að geta keypt þarftu að selja. Sex vikna biðtími eftir endurmati á brunabótum fasteignar getur því auðveldlega haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti. Úrvinnsla tekur stundum einn virkan dag en gæti nú tekið þrjátíu Stór hluti þess mikla fjölda beiðna sem HMS barst í febrúar kemur frá Grindavík en í kjölfar umfjöllunar um mikilvægi brunabótamats síðustu vikna hafa fleiri eigendur húseigna alls staðar af landinu einnig sent inn endurmatsbeiðnir eftir að hafa farið í stærri framkvæmdir á eignum sínum. Með endurmati geta íbúðaeigendur tryggt að brunabótamatið á eignum sínum sé sem réttast og endurspegli sem best vátryggingarverðmæti þeirra. Í kjölfar þessa mikla fjölda umsókna sem HMS hefur borist býst stofnunin við að úrvinnsla þeirra, sem tekur að jafnaði 1-5 virka daga, gæti lengst töluvert. Þegar þetta er skrifað er áætlaður afgreiðslutími endurmatsbeiðna kominn í allt að sex vikur. Gæta sanngirnis HMS segist gera allt sem í sínu valdi til þess að hraða vinnslu eftir fremsta mætti. „Beiðnirnar eru unnar í þeirri röð sem þær berast inn og ekki er hægt að óska eftir flýtimeðferð,“ segir á vef stofnunarinnar. Fólk þar á bæ sé þó meðvitað um að mörgum liggi á að niðurstaða liggi fyrir og því mikilvægt að gæta sanngirnis í vinnsluröð mála. Um brunamótamat HMS hefur áður tekið saman helstu upplýsingar um endurmat brunabótamats og framkvæmd þeirra í ljósi atburðanna í Grindavík. Húseigendur hafa ástæðu til að óska eftir endurmati á brunabótamati ef einhverju hefur verið bætt við eignina eða ef farið hefur verið í miklar endurbætur umfram hefðbundið viðhald og heilum byggingarhlutum skipt út. Brunabótamat byggir á skráningu húseigna, hönnunargögnum og upplýsingum frá eiganda. Mikilvægt er að gögn sem eigendur leggja fram endurspegli núverandi ástand eignarinnar enda á brunabótamat að endurspegla vátryggingarverðmæti eignarinnar á þeim tíma þegar virðing fer fram.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels