Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar alla daga klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar alla daga klukkan tólf. vísir

Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkvistjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. Við fjöllum um málið í fréttatímanum.

Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum.

Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi æfa íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Miklar áhyggjur eru uppi vegna þessa og hefur því verið stofnað til átaks. Verkefnastjóri segir það fara mjög vel af stað.

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í í 96. sinn í Hollywood kvöld með pompi og prakt. Lýsandi hátíðarinnar telur Oppenheimer verða sigurvegara kvöldsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×