„Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 13:42 Guðný Kristjánsdóttir segir meirihluta bæjarbúa ósátta við áform bæjarstjórnar. Vísir/Samsett Guðný Kristjánsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ og tengdadóttir rokkarans keflvíska Rúnars Júlíussonar segir meirihluta bæjarbúa vera ósáttan með ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að flytja bókasafn bæjarins í Hljómahöll og takmarka starfsemi Rokksafns Íslands. Hún segist munu berjast gegn áformum bæjarstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum. „Við erum held ég meirihluti Reykjanesbæinga á móti þessari ákvörðun. Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði, hvernig sem við gerum það,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Komi ekki til greina að halda bókasafninu í ráðhúsinu Framtíð Rokksafns Íslands í Hljómahöllinni í Keflavík er óljós um þessar mundir. Samþykkt var í bæjarráði Reykjanesbæjar í nóvember 2022 að skoða hvort flytja mætti bókasafn Reykjanesbæjar í Hljómahöll og þá hætta eða minnka við starfsemi safnsins. Bókasafn Reykjanesbæjar deilir nú húsnæði með ráðhúsi Reykjanesbæjar á Tjarnargötu en fram kom í fundargerð bæjarráðs í síðasta mánuði að ljóst væri að það fyrirkomulag hefði runnið sitt skeið. Þröngt sé um bæði bókasafnið og starfsemi ráðhússins. Að mati meirihluta bæjarstjórnar og flokks Umbótar komi sá valmöguleiki að halda þeim í sama húsnæði til lengri tíma ekki til greina. Bókasafn Reykjanesbæjar er á neðri hæð ráðhússins.Þorgils Jónsson „Möguleikinn sem þykir bestur út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu er að flytja bókasafnið í Hljómahöll og hefur meirihluti bæjarstjórnar auk flokks Umbótar því tekið þá ákvörðun. Í árslok 2024 munu þessar breytingar ganga í gegn sem hefjast á tímabundinni lokun bókasafnsins á Tjarnargötu 12 meðan flutningur milli húsanna fer fram.,“ kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 29. febrúar síðastliðnum. Þar kemur einnig fram að þó svo að ráðist sé í slíkar breytingar sé lokun Rokksafnsins ekki það eina í stöðunni. „Ýmsir möguleikar eru varðandi framtíð safnsins þó það verði ekki af þeirri stærðargráðu sem það er í dag.“ Helga Jóhanna Oddsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi bæjarráðs 29. febrúar síðastliðinn að flokkurinn leggist alfarið gegn því að flytja bókasafnið í Hljómahöll og loka Rokksafninu. „Menningarráð hefur þegar boðað að farið verði í stefnumótun menningarhúsa í Reykjanesbæ með það að markmiði að nýta betur húsnæði sveitarfélagsins og efla menningarlíf í bænum. Við teljum með öllu óábyrgt að ákvörðun sem þessi sé tekin áður en slík vinna hefur farið fram og hvetjum meirihlutann að draga ákvörðun sína til baka,“ segir hún. Rokksagan er í Reykjanesbæ Guðný segist vilja að bæjarbúar fái að kjósa um málið og hafi eitthvað að segja um svona stóra ákvörðun. „Við fyrir þessu í fjöldamörg ár að fá rokksafn hingað til Reykjanesbæjar. Svo var það opnað með pompi og prakt og þykist hafa tekist alveg ótrúlega vel til. Þarna eru svo margar uppákomur og haldnar þarna alls konar veislur. Þetta er alveg einstakt, það er ekkert svona safn á landinu,“ segir Guðný. „Héðan er öll sagan. Rokksagan, allt kemur héðan og þess vegna finnst okkur Rokksafn Íslands eiga að vera í Reykjanesbæ en ekki einhvers staðar annars staðar. Það tekur þetta þá bara eitthvað annað bæjarfélag og þvílík skömm yrði af því.“ Rokksafnið opnaði í apríl 2014.Rokksafn Íslands Guðný segir engan bæjarbúa styðja þessi áform nema bæjarfulltrúa meirihlutans og að fullyrðingar meirihlutans um dræma aðsókn á safnið eigi ekki við rök að styðjast. Ef markmiðið sé betri aðsókn sé lausnin að markaðssetja betur en ekki loka því. Henni finnst það einnig fráleit hugmynd að bókasafn, Hljómahöll og tónlistarskóli skuli deila sama húsnæðinu nema miklar breytingar verði gerðar á því. Bókasafnið sé vel staðsett þar sem það er í ráðhúsinu. Það sé ósanngjarnt að flytja það vegna þess að bæjarfulltrúum finnist það þrengja að sér. Ekki horft til framtíðar „Bæjarskrifstofurnar eru á efri hæðinni á bókasafninu og mér skilst að það þrengi svo að þeim að þeir þurfi rými bókasafnsins og þá má bókasafnið bara taka Rokksafnið undir sig. Þetta erum við mjög ósátt með,“ segir Guðný. „Okkur finnst ekki vera horft til framtíðar. Svo eftir nokkur ár þarf aftur að færa eitthvað til. Við þurfum að hugsa lengra fram í tímann. Við erum stækkandi samfélag og við eigum ekki að vera að setja einhverja plástra með því að færa eitthvað til í einhvern tíma.“ Guðný segir það verða algjört slys ef af verður áætlun bæjarstjórnar og segist munu reyna að knýja fram að kosið verði um þau. Það séu mjög háværar mótspyrnuraddir í bænum. „Við höfum hátt, við mótmælum öll.“ Reykjanesbær Tónlist Söfn Tengdar fréttir Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. 30. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Við erum held ég meirihluti Reykjanesbæinga á móti þessari ákvörðun. Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði, hvernig sem við gerum það,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Komi ekki til greina að halda bókasafninu í ráðhúsinu Framtíð Rokksafns Íslands í Hljómahöllinni í Keflavík er óljós um þessar mundir. Samþykkt var í bæjarráði Reykjanesbæjar í nóvember 2022 að skoða hvort flytja mætti bókasafn Reykjanesbæjar í Hljómahöll og þá hætta eða minnka við starfsemi safnsins. Bókasafn Reykjanesbæjar deilir nú húsnæði með ráðhúsi Reykjanesbæjar á Tjarnargötu en fram kom í fundargerð bæjarráðs í síðasta mánuði að ljóst væri að það fyrirkomulag hefði runnið sitt skeið. Þröngt sé um bæði bókasafnið og starfsemi ráðhússins. Að mati meirihluta bæjarstjórnar og flokks Umbótar komi sá valmöguleiki að halda þeim í sama húsnæði til lengri tíma ekki til greina. Bókasafn Reykjanesbæjar er á neðri hæð ráðhússins.Þorgils Jónsson „Möguleikinn sem þykir bestur út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu er að flytja bókasafnið í Hljómahöll og hefur meirihluti bæjarstjórnar auk flokks Umbótar því tekið þá ákvörðun. Í árslok 2024 munu þessar breytingar ganga í gegn sem hefjast á tímabundinni lokun bókasafnsins á Tjarnargötu 12 meðan flutningur milli húsanna fer fram.,“ kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 29. febrúar síðastliðnum. Þar kemur einnig fram að þó svo að ráðist sé í slíkar breytingar sé lokun Rokksafnsins ekki það eina í stöðunni. „Ýmsir möguleikar eru varðandi framtíð safnsins þó það verði ekki af þeirri stærðargráðu sem það er í dag.“ Helga Jóhanna Oddsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi bæjarráðs 29. febrúar síðastliðinn að flokkurinn leggist alfarið gegn því að flytja bókasafnið í Hljómahöll og loka Rokksafninu. „Menningarráð hefur þegar boðað að farið verði í stefnumótun menningarhúsa í Reykjanesbæ með það að markmiði að nýta betur húsnæði sveitarfélagsins og efla menningarlíf í bænum. Við teljum með öllu óábyrgt að ákvörðun sem þessi sé tekin áður en slík vinna hefur farið fram og hvetjum meirihlutann að draga ákvörðun sína til baka,“ segir hún. Rokksagan er í Reykjanesbæ Guðný segist vilja að bæjarbúar fái að kjósa um málið og hafi eitthvað að segja um svona stóra ákvörðun. „Við fyrir þessu í fjöldamörg ár að fá rokksafn hingað til Reykjanesbæjar. Svo var það opnað með pompi og prakt og þykist hafa tekist alveg ótrúlega vel til. Þarna eru svo margar uppákomur og haldnar þarna alls konar veislur. Þetta er alveg einstakt, það er ekkert svona safn á landinu,“ segir Guðný. „Héðan er öll sagan. Rokksagan, allt kemur héðan og þess vegna finnst okkur Rokksafn Íslands eiga að vera í Reykjanesbæ en ekki einhvers staðar annars staðar. Það tekur þetta þá bara eitthvað annað bæjarfélag og þvílík skömm yrði af því.“ Rokksafnið opnaði í apríl 2014.Rokksafn Íslands Guðný segir engan bæjarbúa styðja þessi áform nema bæjarfulltrúa meirihlutans og að fullyrðingar meirihlutans um dræma aðsókn á safnið eigi ekki við rök að styðjast. Ef markmiðið sé betri aðsókn sé lausnin að markaðssetja betur en ekki loka því. Henni finnst það einnig fráleit hugmynd að bókasafn, Hljómahöll og tónlistarskóli skuli deila sama húsnæðinu nema miklar breytingar verði gerðar á því. Bókasafnið sé vel staðsett þar sem það er í ráðhúsinu. Það sé ósanngjarnt að flytja það vegna þess að bæjarfulltrúum finnist það þrengja að sér. Ekki horft til framtíðar „Bæjarskrifstofurnar eru á efri hæðinni á bókasafninu og mér skilst að það þrengi svo að þeim að þeir þurfi rými bókasafnsins og þá má bókasafnið bara taka Rokksafnið undir sig. Þetta erum við mjög ósátt með,“ segir Guðný. „Okkur finnst ekki vera horft til framtíðar. Svo eftir nokkur ár þarf aftur að færa eitthvað til. Við þurfum að hugsa lengra fram í tímann. Við erum stækkandi samfélag og við eigum ekki að vera að setja einhverja plástra með því að færa eitthvað til í einhvern tíma.“ Guðný segir það verða algjört slys ef af verður áætlun bæjarstjórnar og segist munu reyna að knýja fram að kosið verði um þau. Það séu mjög háværar mótspyrnuraddir í bænum. „Við höfum hátt, við mótmælum öll.“
Reykjanesbær Tónlist Söfn Tengdar fréttir Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. 30. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. 30. nóvember 2022 13:49