Innlent

Bæjar­stjórn Horna­fjarðar endur­skoðar gjaldskrárhækkanir

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bæjarstjórnin samþykkti á fundi í gær að fella niður matargjald í grunnskólum.
Bæjarstjórnin samþykkti á fundi í gær að fella niður matargjald í grunnskólum. Vísir/Vilhelm

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykktu á fundi í gær að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig samþykkti bæjarstjórn að endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins á sama grunni.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu frá því í dag. Þar kemur fram að með þessu vilji bæjarstjórnin leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir sátt á vinnumarkaði og að hún geri sér grein fyrir því að barátta við verðbólgu og lægri vöxtum sé verkefni sem krefst samvinnu allra aðila.

„Þá kallar bæjarstjórn eftir skýrri aðgerðaráætlun og tryggingu frá ríkinu fyrir því að þessar aðgerðir verði ekki til þess fallnar í framtíðinni að velta enn frekar verkefnum yfir á sveitarfélögin,“ skrifar bæjarstjórn í yfirlýsingunni.

„Nauðsynlegt er að ríki og sveitarfélög nái sátt um tekjustofnaskiptingu þeirra á milli og skapi með því traust og fyrirsjáanleika í fjármálum sveitarfélaga eins og hægt er.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×