Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. mars 2024 10:37 Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta á sveitarfélögunum. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. Vilhjálmur sagðist við komuna búast við því að Katrín lesi yfirlýsingu frá ríkisstjórninni fyrir þríeykið, sem innihaldi þær aðgerðir sem stjórnvöld láti fylgja til að styðja við nýja samninga. „Ég held það liggi alveg fyrir að kjarasamningurinn er nánast klár. Hann er núna bara til yfirlestrar hjá okkar fólki. Gagnvart Samtökum atvinnulífsins sýnist mér þetta vera frá gengið,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofuna. Óljóst er hvort sveitarfélögin í heild sinni muni koma að samningnum. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að draga hluta gjaldskrárhækkana til baka og ætlar sömuleiðis að verða við kröfum stéttarfélaganna um fríar skólamáltíðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn andstaða við fríar skólamáltíðir innan sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi en verkalýðsráð Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa skorað á sveitarfélög landsins að afnema gjaldtöku fyrir máltíðirnar. „Það er eitt af því sem við þurfum að skoða rækilega í dag. Eins og staðan er núna og það orðalag sem ég hef séð frá sveitarfélögunum þá verður það þess valdandi að við munum ekki geta skrifað undir í dag,“ segir Vilhjálmur. Þannig að undirritun kjarasamninga veltur á sveitarfélögunum á næstu dögum? „Algjörlega, við getum ekki kynnt eitthvað fyrir okkar félagsmenn þar sem orðalag er með þeim hætti að við getum ekki fest hendur á hvort þau ætli að vera með eða ekki. Þótt ég hafi vitneskju um að fjölmörg sveitarfélög geri sér grein fyrir sinni ábyrgð og hafa lýst því yfir að þau ætli að vera með eru önnur sem hafa ekki gert það og hafa frekar verið að skemma fyrir hlutunum.“ Hilmar Harðarson segir stemninguna meðal samningsaðila góða og fólk sé sátt við það sem komið er á blað. „Ég ber miklar vonir til þess að þessi samningur skili því sem við erum að ætlast til: Það er að minnka verðbólgu, lækka vexti og kalla fram þokkalega sátt um þá sem mest þurfa á þessu að halda, það er barnafólk og fólk sem er með þung húsnæðislán. Ef við náum að koma þessu fram þá er markmiði samningsins náð,“ segir Hilmar. Hann segir að nú verði að koma í ljós hvað stjórnvöld og sveitarfélög bjóði upp á. „Inni í þessu var það að það yrðu fríar máltíðir í skólum. Það stendur enn í einhverjum sveitarstjórnarmönnum en ég hefði nú haldið að það væri það mikill hagur í þessum kjarasamningum og hann væri það leiðandi á vinnumarkaði í sambandi við launastefnu og annað að það ætti að vera öllum sveitarfélögum til góða.“ Sólveig Anna tekur undir að miklu máli skipti að sveitarfélögin sendi frá sér skýr skilaboð á næstu klukkustundum. Hún minnir þá á að stéttarfélögin gangi að samningsborðinu með sveitarfélögum bráðlega, en samningar losna í lok þessa mánaðar. „Við höfum komið því á framfæri að við munum - Efling, SGS og aðrir í breiðfylkingunni - fylgja þeirri launastefnu sem nú hefur verið mótuð. Ávinningur sveitarfélaganna er sannarlega mikill, burtséð frá lækkun vaxta og verðbólgu sem er okkar stóra markmið. Það er óskiljanlegt á þessum tímapunkti að sveitarfélögin séu ekki búin að gera okkur skýrt hvað nákvæmlega þau ætla að gera. Ég vona að það skýrist núna mjög fljótlega,“ segir Sólveig. Þannig að verkfallsboðun gæti verið blásin af í dag eða á morgun? „Við erum núna að leggja lokahönd á allt sem við kemur samningum okkar við Samtök atvinnulífsins. Þar er afskaplega fátt eftir. Um leið og það er allt komið á hreint og við erum tilbúin til að undirrita, eins og ég hef sagt og augljóst er, að um leið og samningarnir eru undirritaðir þá erum við komin undir friðarskyldu og engin verkföll.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ég er sammála ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar sem kemur inn á að sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt, enda er það í anda Framsóknar að setja fjölskyldufólk í forgang. 7. mars 2024 07:31 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. Vilhjálmur sagðist við komuna búast við því að Katrín lesi yfirlýsingu frá ríkisstjórninni fyrir þríeykið, sem innihaldi þær aðgerðir sem stjórnvöld láti fylgja til að styðja við nýja samninga. „Ég held það liggi alveg fyrir að kjarasamningurinn er nánast klár. Hann er núna bara til yfirlestrar hjá okkar fólki. Gagnvart Samtökum atvinnulífsins sýnist mér þetta vera frá gengið,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofuna. Óljóst er hvort sveitarfélögin í heild sinni muni koma að samningnum. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að draga hluta gjaldskrárhækkana til baka og ætlar sömuleiðis að verða við kröfum stéttarfélaganna um fríar skólamáltíðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn andstaða við fríar skólamáltíðir innan sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi en verkalýðsráð Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa skorað á sveitarfélög landsins að afnema gjaldtöku fyrir máltíðirnar. „Það er eitt af því sem við þurfum að skoða rækilega í dag. Eins og staðan er núna og það orðalag sem ég hef séð frá sveitarfélögunum þá verður það þess valdandi að við munum ekki geta skrifað undir í dag,“ segir Vilhjálmur. Þannig að undirritun kjarasamninga veltur á sveitarfélögunum á næstu dögum? „Algjörlega, við getum ekki kynnt eitthvað fyrir okkar félagsmenn þar sem orðalag er með þeim hætti að við getum ekki fest hendur á hvort þau ætli að vera með eða ekki. Þótt ég hafi vitneskju um að fjölmörg sveitarfélög geri sér grein fyrir sinni ábyrgð og hafa lýst því yfir að þau ætli að vera með eru önnur sem hafa ekki gert það og hafa frekar verið að skemma fyrir hlutunum.“ Hilmar Harðarson segir stemninguna meðal samningsaðila góða og fólk sé sátt við það sem komið er á blað. „Ég ber miklar vonir til þess að þessi samningur skili því sem við erum að ætlast til: Það er að minnka verðbólgu, lækka vexti og kalla fram þokkalega sátt um þá sem mest þurfa á þessu að halda, það er barnafólk og fólk sem er með þung húsnæðislán. Ef við náum að koma þessu fram þá er markmiði samningsins náð,“ segir Hilmar. Hann segir að nú verði að koma í ljós hvað stjórnvöld og sveitarfélög bjóði upp á. „Inni í þessu var það að það yrðu fríar máltíðir í skólum. Það stendur enn í einhverjum sveitarstjórnarmönnum en ég hefði nú haldið að það væri það mikill hagur í þessum kjarasamningum og hann væri það leiðandi á vinnumarkaði í sambandi við launastefnu og annað að það ætti að vera öllum sveitarfélögum til góða.“ Sólveig Anna tekur undir að miklu máli skipti að sveitarfélögin sendi frá sér skýr skilaboð á næstu klukkustundum. Hún minnir þá á að stéttarfélögin gangi að samningsborðinu með sveitarfélögum bráðlega, en samningar losna í lok þessa mánaðar. „Við höfum komið því á framfæri að við munum - Efling, SGS og aðrir í breiðfylkingunni - fylgja þeirri launastefnu sem nú hefur verið mótuð. Ávinningur sveitarfélaganna er sannarlega mikill, burtséð frá lækkun vaxta og verðbólgu sem er okkar stóra markmið. Það er óskiljanlegt á þessum tímapunkti að sveitarfélögin séu ekki búin að gera okkur skýrt hvað nákvæmlega þau ætla að gera. Ég vona að það skýrist núna mjög fljótlega,“ segir Sólveig. Þannig að verkfallsboðun gæti verið blásin af í dag eða á morgun? „Við erum núna að leggja lokahönd á allt sem við kemur samningum okkar við Samtök atvinnulífsins. Þar er afskaplega fátt eftir. Um leið og það er allt komið á hreint og við erum tilbúin til að undirrita, eins og ég hef sagt og augljóst er, að um leið og samningarnir eru undirritaðir þá erum við komin undir friðarskyldu og engin verkföll.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ég er sammála ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar sem kemur inn á að sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt, enda er það í anda Framsóknar að setja fjölskyldufólk í forgang. 7. mars 2024 07:31 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ég er sammála ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar sem kemur inn á að sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt, enda er það í anda Framsóknar að setja fjölskyldufólk í forgang. 7. mars 2024 07:31
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28