Innlent

Adda Rúna nýr skrif­stofu­stjóri menningar­borgar

Atli Ísleifsson skrifar
Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir.
Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir. Reykjavíkurborg

Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Adda Rúna, hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra menningarborgar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst í október síðastliðnum og sóttu þrjátíu manns um starfið.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Arnfríður Sólrún hafi hafið störf 1. mars.

„Adda Rúna hefur starfað sem sérfræðingur hjá Stjórnarráði Íslands síðustu 11 ár, fyrst á skrifstofu menningar og fjölmiðla í mennta og menningarmálaráðuneytinu og síðar hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hún hef­ur víðtæka og fjöl­breytta reynslu af menningarmálum, auk þess sem hún hefur góða þekkingu á og reynslu af opinberri stjórnsýslu.

Í störfum sínum hjá ráðuneytunum hefur Adda Rúna meðal annars stýrt ýmsum menningarverkefnum innanlands sem utan. Hún innleiddi til dæmis Biophilia verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur á öllum Norðurlöndunum og var annar tveggja verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem haldin voru á Íslandi 2022.

Áður en Adda Rúna hóf störf hjá Stjórnarráði Íslands var hún sérfræðingur bæði á íþrótta- og tómstundasviði og menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar en sviðin voru sameinuð á síðasta ári í nýtt svið menningar og íþrótta,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×