Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2024 20:00 Róbert og Guðný búa í húsbílnum með börnunum sínum tveimur. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“ Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira