Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 18:41 Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ ásamt Bashar Murad flytjanda þess, hefur krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Vísir/Vilhelm Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira