Innlent

Sprengi­sandur: Akur­eyri, fram­halds­skólar, inn­flytj­endur og tölvuöryggi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrst verður rætt hvort það sé rétt að Akureyri verði í framtíðinni skilgreind sem borg. Það var altént niðurstaða starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins. Ingvar Sverrison, formaður hópsins situr fyrir svörum.

Þau GunnInga Sívertsen skólastjóri Verslunarskólans og Magnús Þór Jónsson formaður KÍ ætla að fjalla um áhrifin af styttingu framhaldsskólans, enn á ný er hafin umræða þar sem gallar þessarar breytingar eru dregnir fram.

Þær Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingar ætla að ræða innflytjendastefnu.

Í lok þáttar kemur Theodór Ragnar Gíslason frumkvöðull í tölvuöryggismálum. Viðfangsefnið verður öryggi í tölvuheiminum undir formerkjum þess að heiðarlegir hakkarar og sérfræðingar leiði saman krafta sína til að koma í veg fyrir spellvirki á þessu sviðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×