Ekki alveg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 07:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata er nýjasti gestur Einkalífsins. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna var gestur. Þáttinn má sjá á Vísi og hlusta á hann á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki velt þessu sérstaklega fyrir sér Arndís Anna segist ekki hafa velt eigin kynhneigð fyrir sér. Hún skilji þó hvers vegna fólki finnist auðveldara að geta flokkað fólk. Hefurðu alltaf vitað að þú værir hinsegin? „Vitað og ekki vitað. Ég hef aldrei skilgreint mig hinsegin en ég held að það hafi lengst framan af verið af því að þá hélt ég að það væru allir svona,“ segir Arndís. „Af því að ég held að ég hafi alltaf passað mjög vel inn í einhverja staðalímynd fyrir gagnkynhneigða venjulega CIS gender konu. Þannig ég hef aldrei verið knúin um það, en ég hef alltaf, hvað eigum við að segja, upplifað þetta bara eitthvað sem mjög opið.“ Margir hissa þegar hún byrjaði með Tótlu Þú hefur ekki velt þessu mikið fyrir þér? „Nei veistu, auðvitað eru þetta forréttindi og það er geggjað að maður geti sagt það. Ég hef bara mjög lítið velt þessu fyrir mér fyrr en ég náttúrulega fer opinberlega í samband með konu og þá voru mjög margir sem voru alveg: „Bíddu ha?“ Arndís hefur undanfarin rúm tvö ár verið í sambandi með Tótlu I. Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Hún segir það hafa reynst þeim vel að vera báðar vanar því að vera í opinberri umræðu og því trufli það ekki þegar fréttir af sambandinu eru sagðar í fjölmiðlum. Fannst þér margir reyna að flokka þig eða skilgreina þig? „Mér fannst sumir láta eins og ég væri eitthvað annað en þau héldu. Sem er náttúrulega ekkert tilfellið. Ég er bara með annarri manneskju núna en ég var síðast,“ segir Arndís hlæjandi. Hjálpar að vera á sama stað Arndís segir það hjálpa til að báðar eru þær vanar því að vera í opinberri umræðu hún og Tótla. Það sé að minnsta kosti ekki verra. Þá sýni fjölmiðlar gjarnan skilning. „Við vorum örugglega búnar að stoppa fréttina þrisvar fjórum sinnum áður en það kom á Vísi að við værum byrjaðar saman,“ segir Arndís hlæjandi. Það hafi ekki verið tímabært að opinbera neitt á þeim tímapunkti. „Það var ekki það að þetta væri eitthvað leyndarmál. Við vorum bara á fjórða deiti, þá er kannski ekki alveg tími fyrir Vísisfréttina,“ segir Arndís létt í bragði. Dyraverðirnir orðið fyrir aðkasti Arndís Anna var handtekin á skemmtistaðnum Kíkí í nóvember síðastliðnum. Hún segist áður hafa lýst atvikum þetta kvöld ágætlega í fjölmiðlum. Samskipti sín við dyraverði hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég var bara lengi á klósettinu. Eins og gengur og gerist. Ég gerði mér hinsvegar ekki grein fyrir því að það var bilað klósettið við hliðina og það var komin talsverð röð. En ég brást líka ekki vel við afskiptum dyravarðanna og tek það alveg á mig og hef beðist afsökunar á þeirri framkomu.“ Arndís segist vera með ákveðinn hjúp og því hafi umræðan í kjölfarið ekki reynt mikið á hana. Leiðinlegast þyki henni hvernig málið hafi haft áhrif á dyraverðina sem hafi ekki haft hugmynd um hver hún var, og á fjölskyldu hennar sem hafi tekið það nærri sér. „Þetta var erfitt fyrir alla. Ég veit það líka að dyraverðirnir lentu líka í allskonar áreiti og leiðindum í kjölfarið. Enda vissu þau ekkert hver ég væri, gerðu sér ekki grein fyrir því, ég vissi það. Ég vissi að þetta yrði sprengja og hafði áhyggjur af því.“ Umfjöllunin hafi verið harkaleg og þórðargleði á ýmsum vígstöðvum. Þetta hafi verið álag. „En það fékk ekki beinlínis á mig. Ekki þannig. Maður hugsar: „Ókei, snúa svolítið baki í vindinn og reyna bara að vera einlæg, reyna að svara.“ Reyndi mest á bróður hennar Arndís segir að hún hafi átt von á því að málið yrði í fréttum. Hún hafi beðið við símann þessa helgi. „Það sem var erfiðast við þetta var hvað það kom illa við mitt fólk. Þetta var miklu erfiðara fyrir, semsagt fjölmiðlaumfjöllunin miklu erfiðari fyrir mína aðstandendur heldur en fyrir mig. Ég er náttúrulega opinber persóna og ég verð bara að geta tekið því,“ segir Arndís. „Það er eðlilegt að fólk spyrji þessarar spurninga og setji fram þessa gagnrýni og annað og auðvitað er þarna eitthvað sem mér ber að gera skýringar á og biðjast afsökunar á. Svo er þetta náttúrulega sögulegur viðburður að þingmaður sé handtekinn.“ Arndís segir málið hafa reynt sérstaklega mikið á bróður hennar Helga Hrafn Gunnarsson. Hann sat á þingi fyrir Pírata, sama flokk og Arndís, um nokkurra ára skeið. „Mitt svona nánasta fólk tók þetta mjög nærri sér og hafði áhyggjur af mér. Og ég þurfti í rauninni að veita bróður mínum áfallahjálp. Hann var alveg miður sín yfir þessu og hafði áhyggjur af mér.“ Kjaftasögurnar leiðinlegar Arndís Anna segist spurð kjaftasögur þess efnis um meinta fíkniefnanotkun hennar ótrúlega leiðinlegar. Hún þurfi að sætta sig við slíkt sem opinber persóna. „Og það er auðvitað ótrúlega þreytandi að þurfa að vera að svara einhverju bulli. En maður getur ekkert komið í veg fyrir það heldur. Sögur fara af stað og það eina sem maður getur gert er að segja frá því hvað gerðist,“ segir Arndís. „Ég er opinber persóna og kjaftasögur fara í gang. Margar mjög ljótar. En ég held að þetta sé bara komið á hreint. Það er allt komið upp sem þarna er að finna.“ Ekki hætt að fara á Kíkí Arndís Anna segist spurð ekki hafa látið málið á sig fá. Hún elski Kíkí og fari þangað reglulega. Hún nefnir sérstaklega Kíkí-óke kvöldin á fimmtudagskvöldum. „Ég er mikil karaokí kona. Mér þykir mjög vænt um Kíki og þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Arndís. Hún segist þessa dagana mikið vinna með lagið Tattoo með Eurovision söngkonunni Loreen í karaokí. „Ég er reyndar með mjög langan lista. Hann er orðinn svo langur að oft þegar ég er með nýju fólki í karaokí þá rétti ég þeim listann og bið þau um að velja fyrir mér tvö lög af því að ég get ekki valið,“ segir Arndís Anna hlæjandi. Einkalífið er aðgengilegt á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum. Fleiri þætti er að finna á sjónvarpsvef Vísis. Einkalífið Píratar Alþingi Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna var gestur. Þáttinn má sjá á Vísi og hlusta á hann á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki velt þessu sérstaklega fyrir sér Arndís Anna segist ekki hafa velt eigin kynhneigð fyrir sér. Hún skilji þó hvers vegna fólki finnist auðveldara að geta flokkað fólk. Hefurðu alltaf vitað að þú værir hinsegin? „Vitað og ekki vitað. Ég hef aldrei skilgreint mig hinsegin en ég held að það hafi lengst framan af verið af því að þá hélt ég að það væru allir svona,“ segir Arndís. „Af því að ég held að ég hafi alltaf passað mjög vel inn í einhverja staðalímynd fyrir gagnkynhneigða venjulega CIS gender konu. Þannig ég hef aldrei verið knúin um það, en ég hef alltaf, hvað eigum við að segja, upplifað þetta bara eitthvað sem mjög opið.“ Margir hissa þegar hún byrjaði með Tótlu Þú hefur ekki velt þessu mikið fyrir þér? „Nei veistu, auðvitað eru þetta forréttindi og það er geggjað að maður geti sagt það. Ég hef bara mjög lítið velt þessu fyrir mér fyrr en ég náttúrulega fer opinberlega í samband með konu og þá voru mjög margir sem voru alveg: „Bíddu ha?“ Arndís hefur undanfarin rúm tvö ár verið í sambandi með Tótlu I. Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Hún segir það hafa reynst þeim vel að vera báðar vanar því að vera í opinberri umræðu og því trufli það ekki þegar fréttir af sambandinu eru sagðar í fjölmiðlum. Fannst þér margir reyna að flokka þig eða skilgreina þig? „Mér fannst sumir láta eins og ég væri eitthvað annað en þau héldu. Sem er náttúrulega ekkert tilfellið. Ég er bara með annarri manneskju núna en ég var síðast,“ segir Arndís hlæjandi. Hjálpar að vera á sama stað Arndís segir það hjálpa til að báðar eru þær vanar því að vera í opinberri umræðu hún og Tótla. Það sé að minnsta kosti ekki verra. Þá sýni fjölmiðlar gjarnan skilning. „Við vorum örugglega búnar að stoppa fréttina þrisvar fjórum sinnum áður en það kom á Vísi að við værum byrjaðar saman,“ segir Arndís hlæjandi. Það hafi ekki verið tímabært að opinbera neitt á þeim tímapunkti. „Það var ekki það að þetta væri eitthvað leyndarmál. Við vorum bara á fjórða deiti, þá er kannski ekki alveg tími fyrir Vísisfréttina,“ segir Arndís létt í bragði. Dyraverðirnir orðið fyrir aðkasti Arndís Anna var handtekin á skemmtistaðnum Kíkí í nóvember síðastliðnum. Hún segist áður hafa lýst atvikum þetta kvöld ágætlega í fjölmiðlum. Samskipti sín við dyraverði hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég var bara lengi á klósettinu. Eins og gengur og gerist. Ég gerði mér hinsvegar ekki grein fyrir því að það var bilað klósettið við hliðina og það var komin talsverð röð. En ég brást líka ekki vel við afskiptum dyravarðanna og tek það alveg á mig og hef beðist afsökunar á þeirri framkomu.“ Arndís segist vera með ákveðinn hjúp og því hafi umræðan í kjölfarið ekki reynt mikið á hana. Leiðinlegast þyki henni hvernig málið hafi haft áhrif á dyraverðina sem hafi ekki haft hugmynd um hver hún var, og á fjölskyldu hennar sem hafi tekið það nærri sér. „Þetta var erfitt fyrir alla. Ég veit það líka að dyraverðirnir lentu líka í allskonar áreiti og leiðindum í kjölfarið. Enda vissu þau ekkert hver ég væri, gerðu sér ekki grein fyrir því, ég vissi það. Ég vissi að þetta yrði sprengja og hafði áhyggjur af því.“ Umfjöllunin hafi verið harkaleg og þórðargleði á ýmsum vígstöðvum. Þetta hafi verið álag. „En það fékk ekki beinlínis á mig. Ekki þannig. Maður hugsar: „Ókei, snúa svolítið baki í vindinn og reyna bara að vera einlæg, reyna að svara.“ Reyndi mest á bróður hennar Arndís segir að hún hafi átt von á því að málið yrði í fréttum. Hún hafi beðið við símann þessa helgi. „Það sem var erfiðast við þetta var hvað það kom illa við mitt fólk. Þetta var miklu erfiðara fyrir, semsagt fjölmiðlaumfjöllunin miklu erfiðari fyrir mína aðstandendur heldur en fyrir mig. Ég er náttúrulega opinber persóna og ég verð bara að geta tekið því,“ segir Arndís. „Það er eðlilegt að fólk spyrji þessarar spurninga og setji fram þessa gagnrýni og annað og auðvitað er þarna eitthvað sem mér ber að gera skýringar á og biðjast afsökunar á. Svo er þetta náttúrulega sögulegur viðburður að þingmaður sé handtekinn.“ Arndís segir málið hafa reynt sérstaklega mikið á bróður hennar Helga Hrafn Gunnarsson. Hann sat á þingi fyrir Pírata, sama flokk og Arndís, um nokkurra ára skeið. „Mitt svona nánasta fólk tók þetta mjög nærri sér og hafði áhyggjur af mér. Og ég þurfti í rauninni að veita bróður mínum áfallahjálp. Hann var alveg miður sín yfir þessu og hafði áhyggjur af mér.“ Kjaftasögurnar leiðinlegar Arndís Anna segist spurð kjaftasögur þess efnis um meinta fíkniefnanotkun hennar ótrúlega leiðinlegar. Hún þurfi að sætta sig við slíkt sem opinber persóna. „Og það er auðvitað ótrúlega þreytandi að þurfa að vera að svara einhverju bulli. En maður getur ekkert komið í veg fyrir það heldur. Sögur fara af stað og það eina sem maður getur gert er að segja frá því hvað gerðist,“ segir Arndís. „Ég er opinber persóna og kjaftasögur fara í gang. Margar mjög ljótar. En ég held að þetta sé bara komið á hreint. Það er allt komið upp sem þarna er að finna.“ Ekki hætt að fara á Kíkí Arndís Anna segist spurð ekki hafa látið málið á sig fá. Hún elski Kíkí og fari þangað reglulega. Hún nefnir sérstaklega Kíkí-óke kvöldin á fimmtudagskvöldum. „Ég er mikil karaokí kona. Mér þykir mjög vænt um Kíki og þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Arndís. Hún segist þessa dagana mikið vinna með lagið Tattoo með Eurovision söngkonunni Loreen í karaokí. „Ég er reyndar með mjög langan lista. Hann er orðinn svo langur að oft þegar ég er með nýju fólki í karaokí þá rétti ég þeim listann og bið þau um að velja fyrir mér tvö lög af því að ég get ekki valið,“ segir Arndís Anna hlæjandi. Einkalífið er aðgengilegt á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum. Fleiri þætti er að finna á sjónvarpsvef Vísis.
Einkalífið Píratar Alþingi Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira