„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 16:37 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við breiðfylkinguna svokölluðu. Sólveig Anna sagði í samtali við fréttastofu í dag að Samtök atvinnulífsins hafi hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær með því að vilja skyndilega taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Litlar líkur á sátt fyrir vikulok Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði stöðuna flókna þegar fréttastofa náði af honum tali eftir fundinn í dag. Litlar líkur séu á því að samningar náist fyrir vikulok og að þær fari í raun minnkandi. Hann vilji þó ekki útiloka neitt og segist áfram hafa trú á verkefninu sem snúist um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála því að staðan sé flókin. Aðspurður um stöðu Eflingar og hvort Starfsgreinasambandið muni áfram mæta til fundar segist hann fylgja því sem ríkissáttasemjari segi honum að gera. „En við erum samstíga í að okkur er gjörsamlega misboðið yfir þeirri stöðu sem er komin upp,“ segir Vilhjálmur sem vill þó ekki útskýra nánar hvað í því felst enda eigi viðsemjendur að vera í fjölmiðlabanni. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við breiðfylkinguna svokölluðu. Sólveig Anna sagði í samtali við fréttastofu í dag að Samtök atvinnulífsins hafi hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær með því að vilja skyndilega taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Litlar líkur á sátt fyrir vikulok Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði stöðuna flókna þegar fréttastofa náði af honum tali eftir fundinn í dag. Litlar líkur séu á því að samningar náist fyrir vikulok og að þær fari í raun minnkandi. Hann vilji þó ekki útiloka neitt og segist áfram hafa trú á verkefninu sem snúist um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála því að staðan sé flókin. Aðspurður um stöðu Eflingar og hvort Starfsgreinasambandið muni áfram mæta til fundar segist hann fylgja því sem ríkissáttasemjari segi honum að gera. „En við erum samstíga í að okkur er gjörsamlega misboðið yfir þeirri stöðu sem er komin upp,“ segir Vilhjálmur sem vill þó ekki útskýra nánar hvað í því felst enda eigi viðsemjendur að vera í fjölmiðlabanni.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira