Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna á Reykjanesi og áframhaldandi jarðhræringum á svæðinu. 

Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að gos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. 

Þá fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður sem vonir eru bundnar um að niðurstaða fáist í upp úr miðri þessari viku. 

Að auki verður rætt við þjóðfræðing um tengdamæður, en hann hefur unnið greiningu á ástæðum þess að þær hafi verið skotspónn gárunga í gegnum tíðina. 

Í íþróttapakka dagsins verður sviðsljósinu helst beint að landsleik kvennaliðs Íslands gegn Serbíu sem fram fer í Kópavogi á morgun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×