Innlent

Maður vopnaður skot­vopni reyndist vera að þrífa bílinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maðurinn, sem var í miðbæ Reykjavíkur, var ekki með vopn heldur ryksugu.
Maðurinn, sem var í miðbæ Reykjavíkur, var ekki með vopn heldur ryksugu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um einstakling vopnaðan skotvopni í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn reyndist ekki vera með skotvopn heldur ryksugu og er sagður hafa verið að gera helgarþrifin á bílnum sínum.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að átta einstaklingar hafi gist fangageymslu eftir nóttina og að haft hafi verið afskipti af fjórum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Í miðbænum var einnig tilkynnt um slagsmál, en að því sem fram kemur í dagbókinni var ekkert slíkt að sjá þegar lögreglu bar að garði.

Lögreglan fékk tilkynningu um einstakling sem var að gefa fólki hvítt duft úr poka endurgjaldslaust. Í þessu máli var heldur ekkert að sjá þegar lögregla kom á vettvang.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×