Wendy Williams með málstol og framheilabilun Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 18:24 Williams var lengi með sinn eigin spjallþátt þar sem hún vakti gjarnan athygli fyrir orkumikla og galsakennda framkomu. AP Wendy Williams, þáttastjórnandi, hefur greinst með málstol og framheilabilun. Greiningin er nákvæmlega sú sama og leikarin Bruce Willis hlaut árið 2022. Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans. Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans.
Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54