Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 10:37 Gríðarlegur viðbúnaður var við Hörpu í maí í fyrra vegna fundarins og mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira