Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2023 21:07 Lögreglumenn að störfum á leiðtogafundinum í Hörpu í maí. Vísir/Vilhelm Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins. Eins og Vísir greindi frá óskaði Arndís Anna eftir upplýsingunum í maí síðastliðnum og svo aftur á nýju þingi. Arndís óskaði eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna fundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Fjöldi útkalla sérsveitar fjórfaldast Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að lögreglan búi yfir skotvopnum sem nýtt eru við þjálfun og í verkefnum lögreglu. Einkum sé um að ræða skammbyssur og hálfsjálfvirk vopn. Það sé mat ráðuneytisins og ríkislögreglustjóra að nákvæmar upplýsingar um varnarbúnað lögreglu falli undir lykilupplýsingar varðandi viðbragðsegetu lögreglu. Því sé ekki rétt að birta þær upplýsingar opinberlega, þar sem það geti haft afdriaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. „Framangreint mat byggist meðal annars á breyttum forsendum hvað varðar þjóðaröryggi. Staðan í öryggis- og varnarmálum Evrópu hefur tekið miklum breytingum frá því í febrúar 2022 og það er mat embættis ríkislögreglustjóra að verði slíkar upplýsingar gerðar opinberar geti það haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins.“ Þá segir í svarinu að minnast megi á það að undanfarin misseri hafi orðið umtalsverð fjölgun brota á Íslandi þar sem hnífum er beitt og vopnatilkynningum til lögreglu fjölgað verulega. Alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar hafi fjölgað verulega síðustu ár. „Má sem dæmi nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna eggvopna hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2016. Einnig er rétt að benda á að umhverfið á Íslandi hefur breyst hvað vopnaburð og skotvopn varðar, en mikil fjölgun hefur orðið í innflutningi hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna sem flutt hafa verið inn á grundvelli safnaraleyfis.“ Hjálmar fyrir 47 milljónir króna Fram kemur í svari ráðuneytisins að keypt hafi verið vopn fyrir um 165 milljónir króna fyrir leiðtogafundinn. Þar hafi einkum verið um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 NS 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur, líkt og áður hafi komið fram opinberlega. Þá segir ráðuneytið að tvær aðrar tegundir vopna hafi verið keyptar til að styrkja sérsveitina. Ekki er tekið fram hvaða tegundir var um að ræða. „Lögregla keypti ýmsan annan búnað vegna öryggisráðstafana sem tengdust fundinum. Hjálmar voru keyptir fyrir um 47 milljónir króna frá TST Protection LTD. Lögregluvesti voru keypt frá fyrirtækjunum Lindnerhof og Hiss fyrir tæpar 56 milljónir króna. Keypt var gas fyrir u.þ.b. 5,5 milljónir króna.“ Norðurlöndin lánuðu ekkert Þá kemur fram að ákvörðun um fjölda og tegundir þeirra vopna sem keypt voru hafi verið tekin á grundvelli þarfagreiningar embættis ríkislögreglustjóra. Sú þarfagreining hafi verið unnin af sérfræðingum embættisins auk þess sem byggt var á góðri samvinnu og samtali við við norræn lögregluyfirvöld. „Almennt er búnaður og þjálfun lögregluliða á Norðurlöndum sambærilegur og á Íslandi. Til er samkomulag á milli Norðurlandanna um lán á ýmsum löggæslubúnaði, en vopn eru þar undanþegin. Þrátt fyrir það var kannað hvort eitthvert Norðurlandanna gæti lánað vopn vegna leiðtogafundarins en svo reyndist ekki vera, nema í þeim tilvikum að mannskapur sem kom frá erlendum lögregluliðum kom með sinn búnað.“ Búnaði komið fyrir hjá embættum Í svari ráðherrans kemur fram að allur búnaður lögreglu sem til var og unnt hafi verið að nýta án þess að kæmi niður á viðbragðsgetu lögreglu hafi verið nýttur. „Í dag hefur búnaði verið komið fyrir hjá embættum lögreglu til að styrkja þeirra aðbúnað og viðbúnaðargetu. Þegar búnaði var komið fyrir hjá embættum var það gert í samræmi við þjálfunarstig, viðbúnaðargetu embættanna og landfræðilega þætti.“ Þá segir að unnið sé að lokauppgjöri á kostnaði vegna öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Gert sé ráð fyrir að endanlegt kostnaðarmat liggi fyrir á næstu vikum en mat ríkislögreglustjóra er að ekki sé gert ráð fyrir miklum frávikum frá upphaflegu mati. „Umfang aðgerða lögreglu réðst meðal annars af fjölda þeirra sem sóttu fundinn og þeirra krafna sem gera þurfti til öryggisgæslu þeim til handa. Er leið nær fundartíma bættist við nokkur fjöldi þátttakenda, fleiri gestir komu sem á grundvelli alþjóðaskuldbindinga fengu aukna öryggisgæslu auk þess sem dæmi voru um að dvalartími varð lengri en gert var ráð fyrir í upphafi. Það hafði meðal annars þau áhrif að fjöldi erlendra lögreglumanna og sérfræðinga jókst nokkuð frá fyrstu áætlunum.“ Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Píratar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins. Eins og Vísir greindi frá óskaði Arndís Anna eftir upplýsingunum í maí síðastliðnum og svo aftur á nýju þingi. Arndís óskaði eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna fundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Fjöldi útkalla sérsveitar fjórfaldast Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að lögreglan búi yfir skotvopnum sem nýtt eru við þjálfun og í verkefnum lögreglu. Einkum sé um að ræða skammbyssur og hálfsjálfvirk vopn. Það sé mat ráðuneytisins og ríkislögreglustjóra að nákvæmar upplýsingar um varnarbúnað lögreglu falli undir lykilupplýsingar varðandi viðbragðsegetu lögreglu. Því sé ekki rétt að birta þær upplýsingar opinberlega, þar sem það geti haft afdriaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. „Framangreint mat byggist meðal annars á breyttum forsendum hvað varðar þjóðaröryggi. Staðan í öryggis- og varnarmálum Evrópu hefur tekið miklum breytingum frá því í febrúar 2022 og það er mat embættis ríkislögreglustjóra að verði slíkar upplýsingar gerðar opinberar geti það haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins.“ Þá segir í svarinu að minnast megi á það að undanfarin misseri hafi orðið umtalsverð fjölgun brota á Íslandi þar sem hnífum er beitt og vopnatilkynningum til lögreglu fjölgað verulega. Alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar hafi fjölgað verulega síðustu ár. „Má sem dæmi nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna eggvopna hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2016. Einnig er rétt að benda á að umhverfið á Íslandi hefur breyst hvað vopnaburð og skotvopn varðar, en mikil fjölgun hefur orðið í innflutningi hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna sem flutt hafa verið inn á grundvelli safnaraleyfis.“ Hjálmar fyrir 47 milljónir króna Fram kemur í svari ráðuneytisins að keypt hafi verið vopn fyrir um 165 milljónir króna fyrir leiðtogafundinn. Þar hafi einkum verið um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 NS 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur, líkt og áður hafi komið fram opinberlega. Þá segir ráðuneytið að tvær aðrar tegundir vopna hafi verið keyptar til að styrkja sérsveitina. Ekki er tekið fram hvaða tegundir var um að ræða. „Lögregla keypti ýmsan annan búnað vegna öryggisráðstafana sem tengdust fundinum. Hjálmar voru keyptir fyrir um 47 milljónir króna frá TST Protection LTD. Lögregluvesti voru keypt frá fyrirtækjunum Lindnerhof og Hiss fyrir tæpar 56 milljónir króna. Keypt var gas fyrir u.þ.b. 5,5 milljónir króna.“ Norðurlöndin lánuðu ekkert Þá kemur fram að ákvörðun um fjölda og tegundir þeirra vopna sem keypt voru hafi verið tekin á grundvelli þarfagreiningar embættis ríkislögreglustjóra. Sú þarfagreining hafi verið unnin af sérfræðingum embættisins auk þess sem byggt var á góðri samvinnu og samtali við við norræn lögregluyfirvöld. „Almennt er búnaður og þjálfun lögregluliða á Norðurlöndum sambærilegur og á Íslandi. Til er samkomulag á milli Norðurlandanna um lán á ýmsum löggæslubúnaði, en vopn eru þar undanþegin. Þrátt fyrir það var kannað hvort eitthvert Norðurlandanna gæti lánað vopn vegna leiðtogafundarins en svo reyndist ekki vera, nema í þeim tilvikum að mannskapur sem kom frá erlendum lögregluliðum kom með sinn búnað.“ Búnaði komið fyrir hjá embættum Í svari ráðherrans kemur fram að allur búnaður lögreglu sem til var og unnt hafi verið að nýta án þess að kæmi niður á viðbragðsgetu lögreglu hafi verið nýttur. „Í dag hefur búnaði verið komið fyrir hjá embættum lögreglu til að styrkja þeirra aðbúnað og viðbúnaðargetu. Þegar búnaði var komið fyrir hjá embættum var það gert í samræmi við þjálfunarstig, viðbúnaðargetu embættanna og landfræðilega þætti.“ Þá segir að unnið sé að lokauppgjöri á kostnaði vegna öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Gert sé ráð fyrir að endanlegt kostnaðarmat liggi fyrir á næstu vikum en mat ríkislögreglustjóra er að ekki sé gert ráð fyrir miklum frávikum frá upphaflegu mati. „Umfang aðgerða lögreglu réðst meðal annars af fjölda þeirra sem sóttu fundinn og þeirra krafna sem gera þurfti til öryggisgæslu þeim til handa. Er leið nær fundartíma bættist við nokkur fjöldi þátttakenda, fleiri gestir komu sem á grundvelli alþjóðaskuldbindinga fengu aukna öryggisgæslu auk þess sem dæmi voru um að dvalartími varð lengri en gert var ráð fyrir í upphafi. Það hafði meðal annars þau áhrif að fjöldi erlendra lögreglumanna og sérfræðinga jókst nokkuð frá fyrstu áætlunum.“
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Píratar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira