Lífið

Huggulegustu hommar landsins selja miðbæjarperlu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Pétur og Helgi hafa búið sér afar fallegt heimili björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.
Pétur og Helgi hafa búið sér afar fallegt heimili björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum. Pétur Sveinsson.

Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur og Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldaur, hafa sett sjarmerandi íbúð í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir.

Um er að ræða 55 fermetra íbúð á fjórðu og efstu hæð í mikið endurnýjuðu steinhúsi við Laugaveg 40 A. 

Húsið var byggt árið 1929.Fasteignaljósmyndun

Pétur og Helgi eru sannkallaðir fagurkerar og hafa innrétt íbúðina á sjarmerandi máta þar sem björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.

Íbúðin skiptist andyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eldhús. Útgengt er úr eldhúsi á þaksvalir í suðvestur með fallegu útsýni yfir miðbæinn.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Stofa og borðstofa er samliggjandi í björtu og fallegu rými með góðri lofthæð og útsýni.Fasteignaljósmyndun
Mjúkir litatónar umvefja stofuna.Fasteignaljósmyndun
Úr eldhúsi er útgengt á níu fermetra þaksvalir til suðvestur með fallegu útsýni.Fasteignaljósmyndun
Eldhús er fallegum innréttingum og nýrri vandaðri marmaraborðplötu.Fasteignaljósmyndun
Svefnherbergi er með fataskápum og góðum þakglugga, sem opnast og verður að litlum svölum.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi er með sturtuklefa, upphengdu salerni, góðum speglaskáp og handklæðaofni. Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

Segir Euro­vi­son-há­tíðina jól hommanna

„Eurovision er auðvitað eins og jól hommanna. Skáparnir eru þrifnir, gólfið bónað, maturinn planaður niður í öreindir og orðið „shuss!!“ er hangandi fremst á tungunni. Þetta er náttúrulega semí geðveiki ef ég tala fyrir sjálfan mig. Ég get alveg viðurkennt það. Það er smá eins og ferskur kúlt þar sem lög og reglur eru heilagar,“ segir ljósmyndarinn Helgi Ómarsson.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×