Innlent

Inn­brot, þjófnaðir og vesen í bíla­stæða­húsi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla bendir íbúum höfuðborgarsvæðisins á að götur borgarinnar séu hálar og tilefni til að vara varlega.
Lögregla bendir íbúum höfuðborgarsvæðisins á að götur borgarinnar séu hálar og tilefni til að vara varlega. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú innbrot og þjófnað á heimili í Hafnarfirði, auk þess sem einstaklingur var handtekinn í nótt þegar hann braust inn á vinnusvæði í Kópavogi.

Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.

Lögregla handtók einnig einstakling í tengslum við þjófnað í miðborginni en sá er sagður grunaður um að dvelja ólöglega hér á landi. Þá var tilkynnt um þjófnað í póstnúmerinu 110.

Lögregla var einnig kölluð til vegna elds í gámi í póstnúmerinu 112 og voru tvö ungmenni grunuðu um íkveikjuna. Málið var unnið með aðkomu foreldra.

Í miðborginni var tilkynnt um einstaklinga sem voru til vandræða í bílastæðahúsi og þá var kvarta um ónæði sökum hávaða frá verkstæði í póstnúmerinu 104.

Ein heldur óvenjuleg beiðni barst frá ökumanni sem reyndist hafa fest bifreið sína í snjó. Um var að ræða bílaleigubíl og var viðkomandi leiðbeint með það hvernig hann gæti komið sér úr vandanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×