Tryggðu sér eilífa ást með kossi í New York Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 13:49 Hjónin um borð í bát á Hudson ánni. Eins og sést var ansi hvasst um borð eins og stundum í lífinu. Björn Þorláksson Björn Þorláksson, blaðamaður hjá Samstöðinni og bridgespilari, og Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði og akademóni, fagna tuttugu árum frá fyrsta hittingi í dag. „Ástin? Það eru heil 20 ár í dag síðan við tvö sàumst fyrst. Með inngripi sameiginlegrar vinkonu varð til fíflagangur. Og allt í einu urðum við eitt. Stundum hefur hvesst, sú er lífsins saga, en væri lífið nokkurs virði í samfelldu logni?!“ segir Björn í færslu á Facebook vegna tímamótanna. Hugvíkkandi hjónaband „Traustið og trúnaðurinn hefur alltaf verið hryggjarstykkið, ég mæli með því!“ Margur Íslendingurinn sem lagt hefur leið sína á Götubarinn undanfarin ár kannast líklega við Björn sem kemur þar reglulega við og spilar á píanóið fyrir gesti og gangandi sem taka undir í söng. „Við splæstum í koss í tilefni tímamótanna undir Brooklyn brúnni, sagan segir að ástin verði eilíf hjà þeim sem slíkt gjöra. Ég hef líka alltaf hlakkað til að verða gamall með henni Arndísi minni, enda hafa árin 20 verið alveg ótrúlega gefandi, hjónaband okkar hefur verið hugvíkkandi og skemmtilegt. Það sem maður er heppinn!“ segir Björn sem er vopnaður heimaprjónuðum vettlingum frá móður sinni í ferðinni. Þeir hafa reynst vel í kuldanum í New York. Hvað varð um hyldýpið? Tvö yngstu börn þeirra hjóna eru með í ferðinni og hefur fjölskyldan meðal annars skellt sér á Lion King á Broadway. Björn er þakklátur fyrir samveruna með fjölskyldunni og velti á dögunum fyrir sér hvað hefði orðið um hyldýpi milli foreldra og barna. Pælingar sem margir vinir hans á Facebook tengdu við. „Hvað varð um hyldýpið sem eitt sinn var nànast regla milli foreldra og unglinga? Hvað varð um hyldýpisgjána sem mín kynslóð hélt à sínum tíma að væri náttúrulögmál?“ segir Björn þakklátur fyrir samveruna með börnunum sínum ytra. „Þegar ég var á aldri þessara ungmenna, voru foreldrar manns það hallærislegasta í heiminum! Allt gekk út à að slíta sig frà þeim og gilti einu hvort foreldrar væru frábærir eða raunveruleg fífl. Sem leiddi oft til hættulegra tíma, háskalegrar hegðunar, enda veit unglingur oft minnst um viðsjár tilverunnar þegar hann er þess fullviss að hann viti allt!“ Margvísleg mistök hlutu því að varða veg manns sem unglings. „En nú er allt í einu orðið kúl að vera öll saman. Alltaf. Það sér maður út um allt. Og þótt unglingarnir græði mikið á því að uppreisnarhugur sé ekki alfa og ómega unglingsins, hvað má þá segja um gleði foreldrahjartanna? Seinþroska sem ég er á sumum sviðum er það sem ég er að reyna að lýsa af frekar miklum vanmætti, ein stærsta uppgötvun ævi minnar… hafiði sjálf pælt í þessari samfélagsmenningarumbót? Þeirri byltingu sem orðið hefur til batnaðar? Síðan við vorum sjálf unglingar?“ Fjölskyldan heldur í dag heim á leið með börnunum sínum yngstu. Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Tímamót Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira
„Ástin? Það eru heil 20 ár í dag síðan við tvö sàumst fyrst. Með inngripi sameiginlegrar vinkonu varð til fíflagangur. Og allt í einu urðum við eitt. Stundum hefur hvesst, sú er lífsins saga, en væri lífið nokkurs virði í samfelldu logni?!“ segir Björn í færslu á Facebook vegna tímamótanna. Hugvíkkandi hjónaband „Traustið og trúnaðurinn hefur alltaf verið hryggjarstykkið, ég mæli með því!“ Margur Íslendingurinn sem lagt hefur leið sína á Götubarinn undanfarin ár kannast líklega við Björn sem kemur þar reglulega við og spilar á píanóið fyrir gesti og gangandi sem taka undir í söng. „Við splæstum í koss í tilefni tímamótanna undir Brooklyn brúnni, sagan segir að ástin verði eilíf hjà þeim sem slíkt gjöra. Ég hef líka alltaf hlakkað til að verða gamall með henni Arndísi minni, enda hafa árin 20 verið alveg ótrúlega gefandi, hjónaband okkar hefur verið hugvíkkandi og skemmtilegt. Það sem maður er heppinn!“ segir Björn sem er vopnaður heimaprjónuðum vettlingum frá móður sinni í ferðinni. Þeir hafa reynst vel í kuldanum í New York. Hvað varð um hyldýpið? Tvö yngstu börn þeirra hjóna eru með í ferðinni og hefur fjölskyldan meðal annars skellt sér á Lion King á Broadway. Björn er þakklátur fyrir samveruna með fjölskyldunni og velti á dögunum fyrir sér hvað hefði orðið um hyldýpi milli foreldra og barna. Pælingar sem margir vinir hans á Facebook tengdu við. „Hvað varð um hyldýpið sem eitt sinn var nànast regla milli foreldra og unglinga? Hvað varð um hyldýpisgjána sem mín kynslóð hélt à sínum tíma að væri náttúrulögmál?“ segir Björn þakklátur fyrir samveruna með börnunum sínum ytra. „Þegar ég var á aldri þessara ungmenna, voru foreldrar manns það hallærislegasta í heiminum! Allt gekk út à að slíta sig frà þeim og gilti einu hvort foreldrar væru frábærir eða raunveruleg fífl. Sem leiddi oft til hættulegra tíma, háskalegrar hegðunar, enda veit unglingur oft minnst um viðsjár tilverunnar þegar hann er þess fullviss að hann viti allt!“ Margvísleg mistök hlutu því að varða veg manns sem unglings. „En nú er allt í einu orðið kúl að vera öll saman. Alltaf. Það sér maður út um allt. Og þótt unglingarnir græði mikið á því að uppreisnarhugur sé ekki alfa og ómega unglingsins, hvað má þá segja um gleði foreldrahjartanna? Seinþroska sem ég er á sumum sviðum er það sem ég er að reyna að lýsa af frekar miklum vanmætti, ein stærsta uppgötvun ævi minnar… hafiði sjálf pælt í þessari samfélagsmenningarumbót? Þeirri byltingu sem orðið hefur til batnaðar? Síðan við vorum sjálf unglingar?“ Fjölskyldan heldur í dag heim á leið með börnunum sínum yngstu.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Tímamót Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira