Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Binni Glee er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna: Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna:
Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira